Dreifnám á Reykhólum
Reykhólahreppur er í viðræðum við Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra og Strandabyggð um stofnun dreifnámsdeildar fjöldbrautarskólans á Reykhólum.
Endanlegt samþykki fyrir stofnun deildarinnar er í höndum Menntamálaráðuneytis.
Sú hugmynd er uppi um að dreifnámsdeildin nýti húsnæði félagsmiðstöðvarinnar fyrri hluta dag á meðan starfssemi hennar liggur niðri. Starfsmaður starfi við deildina, sem aðstoði nemendur og fylgi þeim eftir í náminu.
Horft verði til þess að nemendur í dreifnámsdeild á Reykhólum og nemendur í dreifnámsdeild á Hólmavík myndi góð tengsl með heimsóknum á milli deilda og síðast en ekki síst verði deildirnar tvær í góðum tengslum við fjöldbrautarskólann sjálfan, með staðarlotum og verða helstu atburðir í félagsstarfi skólans skipulagðir í kringum þær.
Til að styrkja grundvöll þess að möguleiki sé á dreifnámsdeild, þarf að vera til staðar þörf, þ.e. nemendur sem vilja nýta sér deildina. Þess vegna er þessi könnun lögð fyrir nemendur og foreldra barna í Reykhólahreppi til að kanna þörfina.
Hér er linkurinn á könnunina;