17. september 2013
DAGUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU
Í gær var Dagur íslenskrar náttúru, en þá eru m.a. skólar hvattir til að efna til viðburða eða verkefna. Í Reykhólaskóla var sett upp ljósmyndasýning í matsal skólans. Alls eru 53 ljósmyndir eða ein mynd af hverju barni úti í íslenskri náttúru. Útkoman er vægast sagt skemmtileg. Einnig unnu börn á leikskóladeildinni skemmtilegt verkefni í tilefni dagsins.
Skólastjóri