Bólusetning nemenda 7. bekkjar.
Sælir ágætu foreldrar nemenda í 7. bekk,
Nemendur í 7. bekk verða bólusettir föstudaginn 28. sept. og er áríðandi að þeir komi með bólusetningarskírteinin sín í skólann þann daginn. Ef þú hefur spurningar eða kýst að þiggja ekki bólusetningu fyrir barnið þitt, vertu þá í sambandi við undirritaða áður en bólusetning fer fram í skólanum.
Nemendur eru bólusettir gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum (ein sprauta). Stúlkur eru einnig bólusettar gegn HPV (Human Papilloma Veirum) sem geta valdið leghálskrabbameini (tvær sprautur með 6 mánaða millibili).
Á heilsuvefnum Heilsuvera.is eru upplýsingar um bólusetningar sem ég hvet ykkur til að kynna ykkur vel.
Foreldrum er að sjálfsögðu velkomið að koma með börnum sínum í bólusetninguna og þeim sem vilja gera það bendi ég á að hafa samband við ákveðum tíma sem hentar.
Með bestu kveðjum,
Þórunn B. Einarsdóttir
Yfirhjúkrunarfræðingur
thorunn.einarsdottir(hjá)hve.is
S. 432-1450
P.s. Beinir linkar á heimasíður sem gefnar eru upp hérna í bréfi ef þeir skildu nú ekki virka:
https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/bolusetningar/
https://www.heilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-fravik-einkenni/mislingar/
https://www.heilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-fravik-einkenni/raudir-hundar/
https://www.heilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-fravik-einkenni/hettusott/
https://www.heilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-fravik-einkenni/hpv/