Bleikar vikur
Einhverjir hafa sjálfsagt tekið eftir því að á skóladagatalinu er að sjá bleikar vikur sem hver og ein hefur sitt þema. Fyrsta vikan hefst á mánudaginn og nefnist hún SAMSKIPTAVIKA og er markmið með henni að auka jákvæð samskipti milli allra aðila skólasamfélagsins og þá sérstaklega nemenda sín á milli. Meðal þess sem gert verður þessa vikuna er til að mynda, knúsdagurinn, vinadagurinn, listaverkadagur, leikja- og spiladagur, alþjóðadagurinn.
Einnig höfum við tekið upp á þeirri nýjung þetta árið að vera ávallt með málshátt vikunar og hann mun alltaf birtast hér á vefnum á mánudögum og hvetjum við foreldra til að vera virk með okkur í því. Til dæmis með því að spyrja þau hver málsháttur vikunar sé og hvort þau skilji hann o.s.f.v
Góða helgi,
Anna Greta, skólastjóri