Árshátíð Reykhólaskóla 2016
Árshátíð verður haldin fimmtudaginn 17. mars í íþróttasal Reykhólaskóla. Yfirskrift hátíðarinnar er “ I love 80´s“. Nemendur leik- og grunnskóla verða með atriði því tengdu. Nemendur grunnskóla hafa unnið að verkefnum tengdu 80´s tímabilinu og verður afraksturinn sýndur á árshátíðinni
Húsið opnar kl. 19:00 og er mjög æskilegt að nemendur mæti þá. Sýning hefst kl. 19:30 og skemmtun lýkur kl. 22:30.
Nemendur fara svo í páskafrí föstudaginn 18. mars og skóli hefst aftur þriðjudaginn 29. mars.
Foreldrafélag Reykhólaskóla sér um kaffiveitingar.
Miðaverð: fullorðnir 1500 kr.
Börn 500 kr.
Hlökkum til að sjá ykkur
Nemendur og starfsfólk Reykhólaskóla