9. apríl 2019
Árshátíð - Eurovision
Árshátíð Reykhólaskóla verður haldin föstudaginn 12. Apríl. Hátíðin hefst kl. 18:30 og eiga nemendur að mæta kl. 18:00.
Að þessu sinni er yfirskriftin EUROVISION. Nemendur eru búnir að vera að skipuleggja, semja Eurovision-lagið, búa til dansa, hanna búninga, búa til myndbönd og rannsaka þessa vikuna og verður afraksturinn kynntur á föstudaginn.
Gestum gefst svo kostur á að spreyta sig í Eurovision-karokí eftir skemmtiatriðin.
Foreldafélagið sér um veitingarnar og unglingarnir verða með nammisölu.
Miðaverð.:
- Fullorðnir 1750 kr
- Börn 6 – 16 ára 750 kr
- 5 ára og yngri frítt
- Ellilífeyrisþegar frítt
Hlökkum til að sjá ykkur