23. nóvember 2018
Aldarafmæli fullveldis Íslands
Fullveldishátíð Reykhólaskóla
Fimmtudaginn 29. nóvember ætlum við að fagna aldarafmæli fullveldis Íslands.
Dagskráin hefst klukkan 17:00
17:00 - Nemendur Hólabæ syngja fullveldinu til heiðurs.
17:15 - Nokkrir nemendur Tónlistarskóla Reykhólahrepps flytja okkur vel valin lög.
17:45 - Nemendur Reykhólaskóla fara með leikþætti, kvæði og sögur er tengjast fullveldi Íslands.
19:00 - Veglegar veitingar að hætti foreldrafélags Reykhólaskóla.