14. febrúar 2018
Á ég að senda eða ekki að senda barn í skólann.
Við minnum á að það er á ábyrgð foreldra hvort þeir vilja senda barn í skólann ef veðurútlit er slæmt. Við skiljum það fullkomlega ef fólk vill ekki taka neina áhættu í þeim efnum. En ef skólahald fellur niður þá er það tilkynnt hér á heimasíðu skólans, fésbókarsíðu og með SMS. Ég minni annars á upplýsingar á heimasíðu skólans er varðar óveður. http://www.reykholar.is/skoli/hagnytar_upplysingar/ovedur/