Árshátíðin fer fram í íþróttahúsinu fimmtudaginn kl. 18:00-20:00. Hið vinsæla kaffihlaðborð foreldra verður á sýnum stað. Allir velkomnir. 

Stóra upplestrakeppnin fór fram á Hólmavík mánudaginn 27. mars. Alls kepptu sex nemendur og þar af tveir frá Reykhólaskóla. Nemendur skólans, þær Þórgunnur Ríta og Bryndís Marí stóðu sig stór vel og voru sjálfum sér og skólanum sínum til sóma. Þórgunnur hreppti 1. sætið fyrir sinn flutning og Bryndís 3. sætið. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan árangur. Þær fengu verðlaun peningagjöf frá Sparisjóðnum og bókagjöf frá skólanum, bókin er Dýrin eftir Illuga Jökulsson og Veru Illugadóttir. Megi lesturinn lengi lifa. 

 

15. desember 2022

Litlu jólin 2022

Litlu jólin í Reykhólaskóla 2022

Næstkomandi þriðjudag, 20. desember verða litlu jólin haldin hátíðleg í Reykhólaskóla.

Nemendur mæta prúðbúin kl. 9:00 og fara nemendur síðan í sína stofu og hitta umsjónarkennara. Gott er að nemendur séu búnir að borða morgunmat heima áður en þeir mæta.

Jólaball verður haldið fyrir bæði leik- og grunnskóladeild kl. 9:10. 

Eftir jólaballið eru stofujól, nemendur koma með pakka og smákökur að heiman. Umsjónarkennarar senda nánari upplýsingar um það. 

Klukkan 11:30 borðum við hátíðarmat í matsal skólans. Eftir matinn fara nemendur heim í jólafrí. Skólabílar fara heim kl. 12:00.

 

Ég vill fyrir hönd starfsmanna þakka fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og ég óska öllum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við hlökkum til að hitta ykkur á nýju ári.

Með jólakveðju Anna Margrét Tómasdóttir

 

Skóli hefst að nýju 3. janúar 2023 kl. 10:00

Búið er að setja á vefinn Starfsáætlun 2022-2023 og uppfært skóladagatal. Nokkrar dagsetningar hafa breyst og starfsdagar skólans færst til á vorönn. Kynnið ykkur málið.

Anna Margrét 

Fyrri síða
1
234567888990Næsta síða
Síða 1 af 90

Á döfinni

« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón