30. janúar 2018

Vímuvarnaráætlun

Vímuvarnaráætlun Reykhólaskóla

(Endurskoðun, kynning og endurbætur fór fram skólaárið 2017-2018, áætlað er að endurskoða næst 2021).

 

Í skólareglum Reykhólaskóla segir að reykingar sem og notkun hvers konar vímuefna er bönnuð í skólanum, á skólalóðinni og hvar sem nemendur eru á vegum skólans.

Í 6. skólareglu Reykhólaskóla segir að “reykingar sem og hvers konar vímuefni eru bönnuð í skólanum, á skólalóðinni og hvar sem nemendur eru á vegum skólans. Komi upp neysla verða foreldrar látnir vita samstundis.

Markmið skólans er að vinna gegn hvers konar vímuefnaneyslu nemenda. Að efla dómgreind nemenda og auka sjálfsþekkingu þeirra með því að leggja áherslu á heilbrigða og holla lífshætti.

 

Til að ná ofangreindum markmiðum hefur skólinn sett sér stefnu um eftirfarandi atriði.

1.       Fræðsla til nemenda um skaðsemi vímuefna

2.       Fræðsla og ráðgjöf til starfsfólks

3.       Fræðsla til foreldra

4.       Hverfasamstarf

 

Fræðsla til nemenda;

 

Fræðsla nemenda miðast við aldur þeirra og hvað er að gerast í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Á yngsta aldursstigi fléttast lífsleikni nánast inn í allt nám nemandans þar sem hægt er að fjalla um skaðsemi vímuefna eftir aldri og þroska nemenda. Þar er aðal áherslan á líkamlegt heilbrigði og andleg verðmæti. Á eldri stigum er lífsleikni einnig stór þáttur í fræðslu gegn vímuefnum.

 

Fræðsla og ráðgjöf til starfsfólks;

 

Starfsfólki er gerð grein fyrir þeim áherslum sem skólinn hefur gagnvart vímuefnum, og reykingum í ræðu og riti.

 

Fræðsla til foreldra;

 

Foreldrum er gerð grein fyrir þeim áherslum sem skólinn hefur gagnvart vímuefnum, og reykingum í ræðu og riti. Í samstarfi við foreldrafélagið og skólann er boðið upp á fræðsluerindi þar sem áherslan er m.a. á:

·       Hverir eru jákvæðir kostir fyrir barnið/unglinginn, t.d. starf félagsmiðstöðvanna.

·       Hvaða vandi hjá barni/unglingi eða fjölskyldu hans gæti leitt til fíkniefnaneyslu.

·       Hver eru einkenni áhættuhegðunar?

·       Hvað geta heimili og skóli gert.

·       Ferillýsing vegna reykinga, neyslu eða gruns um neyslu á vímuefnum  

Á döfinni

« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón