30. janúar 2018

Starfsþróunaráætlun 2020-21

Símenntun kennara má skipta í tvo meginþætti. Þætti sem falla beint að stefnu skólans og lögbundinni skyldu hans. Hinsvegar er um að ræða persónulega starfsþróun hvers og eins sem þó ber að falla að stefnu skólans hverju sinni.

Helstu áhersluþættir skólárið 2020-2021 eru:

 

2020 - 2021

  • Endurskoðun á gæðaviðmiðum um nám og kennslu út frá nýrri skólastefnu og áherslum.  

  • Klára endurskoðun á skólanámskrá og áætlanagerð um nám og kennslu.

  • Innleiða ipada í kennslu

  • Innleiða útikennslu

  • Ljúka úrbótum vegna ytra mats Menntamálastofnunnar. 

  • Ljúka innleiðingu á skólastefnu sveitarfélagsins og framúrskarandi skóla fyrir vorið 2021. 


Teymi: 

  • Læsisteymi - Endurskoðun Læsisstefnu Reykhólaskóla, læsisátök

    • Kolfinna Ingólfsdóttir, Silvía Kristjánsdóttir, Hrefna Jónsdóttir, Andrea Björnsdóttir, Herdís Erna Matthíasdóttir, Anna Björg Ingadóttir

  • Þemateymi

    • Svanborg Guðbjörnsdóttir, Bergþór Olivert Thorstensen, Andrea Björnsdóttir

  • Nemendafélagsteymi

    • Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, Rebekka Eiríksdóttir


Aukin fjölbreytni í kennsluháttum: 


  • Útikennsla. 3 tímar á viku hjá öllum stigum

    • Fagstjóri útikennslu: Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir

  • Ipadar teknir inn á miðstigi og 6 aðrir til láns á öðrum stigum

    • Upplýsingamennt færð inn í aðrar námsgreinar 

      • Teymiskennsla milli Upplýsingatækni og annarra faga.

  • Samþætting námsgreina

Form símenntunar

Símenntun kennara fer fram innan 102/150 tímana samkvæmt kjarasamningi kennara og getur. Símenntun annarra starfsmanna fer fyrst og fremst fram á starfstíma skólans.

 

Símenntun getur falist í:

●      Námskeiðum fyrir kennara

●      Ráðstefnum og fræðslufundum

●      Jafningjafræðslu

●      Lestur fagbóka og fagsíðna

●      Áhorf myndbanda á netinu

●      Formlegt framhaldsnám 

 

Þörf á símenntun.

Ár hvert metur skólastjóri þörf á símenntun í samráði við starfsmenn og út frá áherslum skólans. Skólastjóri fylgist með að símenntun sé sinnt og heldur utan um þá símenntun sem starfsmenn taka þátt í. Kennarar sjá sjálfir um að skrá þá símenntun sem þeir taka þátt í og skilar til skólastjóra en gera grein fyrir sínum símenntunaráformum í starfsmannaviðtali.

 

Stór liður í símenntun Reykhólaskóla næstu tvö árin verður innleiðing lögbundinna áætlana. Endurskoðun og innleiðing áætlana krefst aðkomu alls starfsfólks skólans. Á næstu tveimur árum má segja að allir formfastir þættir skólastarfsins verði endurskoðaðir.

 

Á döfinni

« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón