Áætlun um öryggi og velferð barna
Áætlun um öryggi og velferð barna í Reykhólaskóla var endurskoðuð á skólaárinu 2017-2018. Öryggisáætlun Reykhólaskóla í heild sinni byggir á "Handbók um velferð og öryggi barna í grunnskólum". 2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Áætlanir eru tilbúnar en á haustdögum verða drög staðfest og kynnt. Áætlunin í heild sinni er á vefsíðu. Mögulega getur heildaáætlunin tekið minniháttar breytingum eftir að kynning hefur farið fram. Þá verður gerð grein fyrir þeim breytingum í mati á starfsáætlun í vor.
Einstakir hlutar öryggisáætlunarinnar eru í gildi eða hafa þegar verið endurskoðaðir og birtast á vefsíðu skólans:
-
Áfallaáætlun og slysaáætlun - endurskoðað 2017-2018. Endurskoða næst 2022.
-
Viðbrögð við óveðri- endurskoðað 2017-2018. Endurskoða næst 2020.
-
Rýmingaráætlun - endurskoðað 2017-2018. Endurskoða næst 2020.
Þarfnast staðfestingar og kynningar:
-
Áætlun um netörygg
-
Öryggi í námsumhverfi
-
Öryggi á skólaferðalögum
-
Öryggi á rútuferðum og bátsferðum
-
Akstur með börn í bílum starfsmanna.
-
Viðbrögð við hættum vegna hegðunar nemenda