Stefna Reykhólaskóla og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni starfsmanna

Hér má finna stefnu og viðbragðsáætlun Reykhólaskóla vegna eineltis, ofbeldis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni starfsmanna

Tilkynningar/skráning

 

Öll eineltismál skal skrá á sérstakt eyðublað. Blaðið skal berast umsjónarkennara og afrit til skólastjóra eða berast beint til skólastjóra. Skráningin er liður í að hafa yfirsýn yfir eðli og umfang eineltismála í skólanum.  hægt er að skila eyðublaðinu á rafrænt á netfangið skolastjori@reykholar.is

 

EYÐUBLAÐIÐ ER AÐ FINNA HÉR.

 

Hér er hægt að nálgast eineltisstefnu Reykhólaskóla á PDF formi

 

Eineltisáætlun Reykhólaskóla

 

Afstaða Reykhólaskóla er skýr. Ofbeldi í orðum eða athöfnum er ALDREI liðið. Skólanum ber að þjálfa jákvæða skólamenningu og jákvæð samskipti og grípa STRAX til árangursríkra aðgerða ef brestir koma upp.

 

Eineltisáætlun Reykhólaskóla

 

Skólaárið 2017-2018 var  eineltisáætlunin endurskoðuð með eftirfarandi að leiðarljósi:

 

  • Almenn endurskoðun

  • Tekur ferlið tillit til þess að kennarar leggi börn í einelti?

  • Tekur ferlið tillit til þess að skólastjóri leggi börn í einelti?

  • Er ástæða til að hafa ferli við hendina sem verndar skólastjóra og kennara betur?

 

Eineltisáætlunin birtist í heild sinni hér. Eineltisáætlunin verður endurskoðuð aftur árið 2020 eða fyrr ef þurfa þykir.



Einelti hefur verið skilgreint sem ofbeldi, líkamlegt eða andlegt. Um einelti er að ræða þegar slíkt atferli endurtekur sig aftur og aftur og beinist að einstaklingi sem ekki er fær um að verja sig í þeim aðstæðum og veldur það honum andlegri eða líkamlegri vanlíðan. Einelti getur verið stýrt af einstaklingi eða hópi.

Einelti er aldrei látið afskiptalaust. Mikilvægt er að nemendur, forráðamenn eða hver sá sem hefur grun um að einhver sé lagður í einelti segi strax frá.

Einelti er ávallt litið alvarlegum augum. Þegar upp koma mál í skólanum þar sem grunur leikur á að um einelti sé að ræða er tekið á þeim strax samkvæmt mótuðu vinnuferli við meðferð eineltismála sem kynnt hefur verið starfsmönnum skólans.

Til þess að koma í veg fyrir einelti þarf samstillt átak og ábyrgð nemenda, foreldra/forráðamanna, kennara og annarra starfsmanna skólans. Miðlun góðra lífsgilda, regluleg fræðsla, áróður og umræður um eineltismál og afleiðingar þess er nauðsynleg.

 

Í Reykhólaskóla er einelti ekki liðið og allar þekktar leiðir til að sporna gegn því og uppræta notaðar. Ef grunur leikur á eða staðfesting liggur fyrir að einelti eigi sér stað er það skýr stefna skólans að tekið sé á málinu strax. Æskilegt er að vitneskja um einelti berist fyrst til umsjónarkennara. Einnig er hægt að hafa samband við stjórnanda skólans.

Eineltismál eru mismunandi og fer vinna hvers máls eftir eðli þess. Aðgerðir skulu taka mið af hvort um grun eða sannanlegt einelti sé að ræða. Einnig þarf að meta hvort um aðstæður sé að ræða þar sem hætta er á ferðum.

Einnig þarf að tala um mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða.

 

Fyrirbyggjandi aðgerðir

 

  • félagstengslakönnun 2 – 3x á vetri á þar tilgerðum eyðublöðum
  • fræðsla og verkefni utanaðkomandi aðila
  • Reglulegir ekkjarfundir Jákvæðs aga notaðir til að byggja upp jákvæð samskipti

  • fylgjast vel með „líklegum gerendum, þeim sem kvartað hefur verið undan“

  • Fylgjast sérstaklega með rýmum þar sem áhættan er meiri um einelti, t.d búningsklefar, skólalóð

  • Ræða valdatengsl og jafnvægi innan hópa. Einelti á sér ekki stað nema ójafnvægi sé í valdatengslum í hópnum

  • Ræða mismunandi upplifun einstaklinga á sömu framkomu. Menn hafa “misþykkan skráp” og það þarf að taka tillit til þess

  • Hlutverkaleiki úr Jákvæðum aga

 

Vinnuferli í eineltismálum:

Tilkynning berst

  • Grunur um einelti

    • Hafa samráð og leita upplýsinga hjá forráðamönnum geranda/þolanda.

    • Ef nemandi upplifir einelti eða útilokun skal það alltaf tekið alvarlega, þó svo hugsanlega sé það ekki gert af ásettu ráði í huga geranda.

    • Fylgjast betur með nemanda í kennslustundum og frímínútum þ.e. eineltisvöktun hefst, umsjónarkennari ber ábyrgð á uppsýsingaöflun og skráningu

    • Allt starfsfólk tekur þátt í vöktuninni og sendir inn niðurstöður í lok vikunnar eða tímabilsins

  • Biðja nemendur um að skrifa hvað þeim finnst um líðan og bekkjaranda á ákveðið form eða eyðublað sem þeir fylla út

  • Ræða við valda nemendur.

  • Blanda saman viðtali og skriflegu verkefni nemenda

  • Brjóta upp/hnippa í „gerendahóp“gerenda, ræða málin.

  • Taka 2  vikur í vinnuferlið.

  • Þegar nægar upplýsingar eru fyrir hendi þarf að ákveða hvort þörf sé á frekari aðgerðum.

 

Einelti á sér sannalega stað

  • Boða fund með annars vegar þolendum og hans/þeirra forráðamönnum og hins vegar gerendum og þeirra forráðamönnum

  • er mikilvægt að tveir aðilar taki viðtal við gerendur og forráðamenn. Það undirstrikar alvöru málsins og getur komið í veg fyrir misskilning.

  • Í öllum tilvikum eru gerendum gefin skýr skilaboð um að einelti sé ekki liðið og að skólinn muni með öllum ráðum tryggja að eineltinu ljúki. Geranda boðið viðtal hjá fagaðila ef þörf þykir.

  • Einnig er unnið með þolendur og þeir fá stuðningsviðtöl hjá fagaðila.

  • Boða sáttafund milli geranda og þolanda, ef báðir aðilar eru tilbúnir til þess

  • Setja samskiptavandann á dagskrá bekkjarfundar og leyfa bekknum að taka þátt í að leysa málin

Hafið í huga:

  • Vísa málinu til nemendaverndarráðs

  • Hvaða stuðning skólinn getur veitt þolendum og gerendum Vernd gegn frekara áreiti

  • Bekkjarvinnu

  • Upplýsa skólasamfélagið

  • Einelti heldur áfram

Eftirfylgd

  • Samtal við þolanda og foreldra til að fá upplýsingar um líðan og sjá hvort aðgerðir hafi borið árangur.

  • Áframhaldandi aðhald við gerendur í formi samtala og/eða funda með foreldrum

  • Ráðgjöf hjá sálfræðingi/öðrum sérfræðingum ef þurfa þykir

  • Ef samskipti lagast ekki, hópefli, sjálfsskyrking eða önnur aðstoð við bekkinn í heild sinni

  • Skólinn fær utanaðkomandi aðstoð fyrir þolendur og gerendur.

Öll eineltismál, grun eða staðfestingu, skal skrá á sérstakt eyðublað. Eyðublaðið er hægt að nálgast á heimasíðu skólans. Blaðið á að berast umsjónarkennara og afrit til skólastjóra. Skráningin er liður í að hafa yfirsýn yfir eðli og umfang eineltismála í skólanum.


Á döfinni

« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón