Tenglar

9. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Unglingaskólinn á Reykhólum 1952

1 af 2

Þessi mynd er tekin snemma árs 1952 fyrir utan sundlaugarhúsið á Reykhólum, sem á þeim tíma gegndi hlutverki skólahúss. Hún er í eigu Steinunnar Erlu Magnúsdóttur á Kinnarstöðum í Reykhólasveit, eins af unglingunum sem hér getur að líta. Þarna eru nemendur og kennarar unglingaskólans á Reykhólum, sem á þessum árum starfaði í þrjá mánuði eftir áramót, ásamt Ebenezer litla, syni Jens skólastjóra.

 

Á mynd nr. 2 er fólkið númerað til glöggvunar skv. þessum lista:

 1. Sigfús Gunnarsson, Gilsfjarðarmúla.
 2. Jón Hólmgeirsson, Völlum í Reykjadal, N.-Þingeyjarsýslu.
 3. Séra Þórarinn Þór, Reykhólum (kennari).
 4. Jón Alfreð Hassing, Berufirði.
 5. Guðmundur Sveinbjörnsson (Daníel Guðmundur), Svefneyjum.
 6. Halldór Dalkvist Gunnarsson, Gilsfjarðarmúla.
 7. Jens Guðmundsson, Reykhólum (kennari og skólastjóri).
 8. Ebenezer Jensson (fjögurra ára, sonur Jens skólastjóra).
 9. Steinunn Erla Magnúsdóttir, Kinnarstöðum.
 10. Nikulás Jensson (Nikulás Klásen Andrés), Sviðnum.
 11. Eggert Andrésson, Hamri í Múlasveit.
 12. Wíví Hassing (Wíví Sesselja Thomine), Berufirði.
 13. Gyða Jónsdóttir (Aðalheiður Gyða), Skálanesi.
 14. Grímur Ormsson, Kletti í Geiradal.
 15. Bogi Sigurjónsson, Brekku í Gufudalssveit.

 

Myndirnar má að venju stækka með því að smella á þær en myndina án númeranna má líka fá enn stærri með því að smella hér.

 

Ungmennin eru úr öllum þáverandi hreppunum fimm í Austur-Barðastrandarsýslu, sem nú mynda Reykhólahrepp hinn nýja: Geiradalshreppi, Reykhólahreppi, Gufudalshreppi, Múlahreppi og Flateyjarhreppi (Eyjahreppi). Eina undantekningin er Jón Hólmgeirsson. Hann er bróðursonur Tómasar Sigurgeirssonar á Reykhólum og var þennan vetur hjá honum og Steinunni Hjálmarsdóttur konu hans.

 

Enn skulu lesendur beðnir að gera viðvart um hvers konar missagnir og villur sem kunna að hrjóta undan fingrum umsjónarmanns þessa vefjar. Það má bæði gera með því að skrifa í athugasemdakerfið fyrir neðan og með því að senda tölvupóst (vefstjori@reykholar.is). Líka er frekari fróðleikur vel þeginn.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2022 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31