Tenglar

21. mars 2012 |

Grund í Reykhólasveit

1 af 3

Hér er horft frá Reykhólum upp að Grund. Myndin virðist vera tekin nálægt þeim stað þar sem Barmahlíð er núna. Væntanlega er hún tekin á sjötta áratug 20. aldar. Til þess benda ekki síst vélgrafnir skurðirnir vinstra megin. Myndin er í eigu Hjalla á Grund (Unnsteins Hjálmars Ólafssonar).

 

Helstu byggingar á myndinni (sjá merkingar á mynd nr. 2) eru Grund (1), Litla-Grund (2) og fjárhús (3).

 

Hægra megin sést reykur (4) berast fyrir vestanátt. Á þessum slóðum voru mógrafir og talið er ekki ósennilegt að kveikt hafi verið í smáræði af mó til að athuga hversu vel hann brynni.

 

Ekki átta menn sig á því hvað er á túninu (5).

 

Athugasemdir, ábendingar og leiðréttingar vel þegnar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2022 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31