Tenglar

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum auglýsir lausa stöðu héraðslögreglumanns við embættið, með starfsstöð á Hólmavík.  Æskilegt er að umsækjendur séu búsettir í Strandabyggð, Kaldraneshreppi eða Reykhólasveit.

Hlutverk héraðslögreglumanna er að gegna almennum löggæslustörfum, þegar á þarf að halda, og vinna undir stjórn lögreglumanna.

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landsambands lögreglumanna.  Um er að ræða tímavinnu á álagstímum.

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til þess að sækja um.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknum skal skilað annað hvort með bréfpósti á skrifstofu lögreglustjórans á Vestfjörðum, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði, eða með því að fylla út umsókn á meðfygjandi hlekk.

 

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum,

Karl Ingi Vilbergsson.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Um verksvið og ábyrgð lögreglumanns er vísað til 11. gr. reglugerðar nr. 1051/2006 um starfsstig innan lögreglu.

 

Hæfniskröfur

Umsækjandi um starf héraðslögreglumanns skal fullnægja eftirtöldum skilyrðum:

  1. vera íslenskur ríkisborgari, 20-40 ára,
  2. hafa ekki gerst brotlegur við refsilög; þetta gildir þó ekki ef brot er smávægilegt eða langt um liðið frá því að það var framið,
  3. vera andlega og líkamlega heilbrigður og standast læknisskoðun trúnaðarlæknis samkvæmt fyrirliggjandi kröfum,
  4. hafa lokið a.m.k. tveggja ára almennu framhaldsnámi eða öðru sambærilegu námi með fullnægjandi árangri eða starfsþjálfun sem jafna má til slíks náms, hafa gott vald á íslensku og ensku, hafa almenn ökuréttindi til bifreiðaaksturs og vera syndur.

 

Héraðslögreglumenn njóta sömu réttinda og bera sömu skyldur og fastráðnir lögreglumenn á meðan þeir eru að störfum. Héraðslögreglumenn fara með lögregluvald þegar þeir eru að störfum.

 

Sjá nánar í reglugerð um héraðslögreglumenn nr. 283/1997 og breytingareglugerð nr. 961/2008

Færni í mannlegum samskiptum, þjónustulipurð, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking og aukin menntun sem nýtist í starfi er kostur.

Vakin er athygli á því að engann má ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem rýrt getur það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta.  Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá eða málaskrá lögreglu, sbr. 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband lögreglumanna hafa gert.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 15.07.2022

Nánari upplýsingar veitir

Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn - hlynur.snorrason@logreglan.is - 4440404
Jónatan Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Jg02@logreglan.is - 4440433

Smelltu hér til að sækja um starfið

 

 

 

Hjá Norðursalti vantar starfsfólk, sjá auglýsingu.

 Starfsmaður óskast í félagslega heimaþjónustu á Reykhólum.

 

Umsóknarfrestur er til og með 15. júní 2022.

 

Laun eru samkvæmt taxta Verk-Vest.

 

Umsóknir sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is

 

 

Við Grettislaug á Reykhólum er auglýst eftir sundlaugarvörðum til starfa sumarið 2022.  Um er að ræða tímabilið 13. júní  - 14. ágúst.

Starfshlutfall 70 – 100%.  Um er að ræða vaktavinnu, vinnutími frá kl. 13 – 21  og er unnið aðra hverja helgi.

 

Starfið felst í öryggisgæslu, afgreiðslu og þjónustu við viðskiptavini, baðvörslu, þrifum og eftirliti.

 

Lágmarksaldur umsækjenda er 18 ára.

Reynsla af þjónustustarfi er kostur

Góð íslenskukunnátta skilyrði

Hæfni í mannlegum samskiptum.

Góðir skipulagshæfileikar.

 

Grettislaug sendir allt starfsfólk sitt á námskeið sundlaugarvarða.

 

Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, eða á netfangið skrifstofa@reykholar.is

Upplýsingar um starfið gefur forstöðumaður Grettislaugar í síma 434-7738 eða sveitarstjóri í síma 4303200.

Ræstingar - hlutastarf

 Erum að leita að góðri manneskju í ræstingar í Þörungaverksmiðjunni sem fyrst.

 

Um er að ræða efri hæð sem eru skrifstofur, kaffistofa, salerni, og neðri hæð sem er búningsaðstaða, vaktherbergi, sýnatökuherbergi og salerni.

 

Um er að ræða 4-5 klst. vinnu 2x í viku.

 

Bæði kemur til greina að vinna þetta í verktöku eða á launaskrá.

Áhugasamir sendið email á heimir@thorverk.is eða hringja í síma 8579228

 

                                                               

Staða leikskólakennara í 100% starfshlutfalli, best er að viðkomandi

geti hafið störf sem fyrst.

 

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá

leikskóla og skólastefnu sveitarfélagsins. Nánar um starfssvið leikskólakennara má lesa hér.

 

Menntunar og hæfniskröfur:

• Kennaramenntun, leyfisbréf og hæfni til kennslu í leikskóla

• Góð íslenskukunnátta

• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum

• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji

• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

• Reglusemi og samviskusemi

• Hefur hreint sakarvottorð

 

Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), leyfisbréf til kennslu, kynningarbréf

og meðmæli. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Reykhólahreppur hvetur fólk af öllu kyni til að sækja um starfið.

Upplýsingar gefur Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri í síma 430 3200 eða í gegnum netfangið

sveitarstjóri@reykholar.is

 

 

Reykhólaskóli- tónlistardeild óskar eftir tónlistakennara í fullt starf frá og með 1.ágúst 2022.

 

Við tónlistadeild Reykhólakóla stunda um 20 nemendur nám á ýmis hljóðfæri. Tónlistadeild er í mikilli samvinnu við grunn- og leikskóladeild Reykhólaskóla. Meirihluti kennslunnar fer fram á skólatima grunn- og leikskóladeildar.

 

 

Helstu verkefni og ábyrgð.

 

·         Almenn tónlistakennsla

·         Tónmennt í grunnskóladeild.

·         Önnur verkefni sem skólastjóri felur kennara.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Tónlistakennaramenntun eða haldgóð tónlistamenntun sem nýtist í starfi.

·         Færni í kennslu á ýmis hljóðfæri.

·         Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.

·         Sjálfstæð og skipulögð  vinnubrögð.

·         Frumkvæði í starfi.

·         Góð íslenskukunnátta.

·         Hreint sakarvottorð.

 

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veitir Anna Björg Ingadóttir skólastjóri Reykhólaskóla á netfangið skolastjori@reykholar.is, eða í síma 4347806.

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2022.

Ferilskrá og kynningarbréf sendist á skolastjori@reykholar.is eða á Reykhólaskóli, Skólabraut 1, 380 Reykhólahreppur.

Reykhólahreppur hvetur fólk af öllu kyni til að sækja um starfið.

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps auglýsir eftir ráðgjafa í 40% framtíðarstarf frá 1. Júní 2022.  Næsti yfirmaður er félagsmálastjóri.

 

Meginverkefni:

Að vinna að stofnun atvinnuúrræðis fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu á félagsþjónustusvæðinu.

Ráðgjöf í málefnum fatlaðs fólks.

Ráðgjöf í málefnum aldraðra.

Yfirumsjón með málefnum flóttamanna.

 

Menntunar og hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi  svo sem iðjuþjálfun, félagsráðgjöf eða þroskaþjálfun.

Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.

Góð enskukunnátta æskileg.

Gott vald á íslenskri tungu.

Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum.

Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.

Góð alhliða tölvukunnátta.

Hreint sakavottorð skilyrði í samræmi við lög og reglur félagsþjónustunnar.

 

Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2022

Laun eru samkvæmt kjarasamningi samband íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Soffía Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps í síma 451-3510 eða felagsmalastjori@strandabyggd.is.

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á tölvupóstfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá um fyrri störf og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

 

 

Verkefnastjóri og starfsfólk óskast í vaktavinnu í skammtímavistun hjá 15 ára stúlku á Reykhólum. Mjög skemmtilegt og krefjandi starf í fallegu og rólegu umhverfi. Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2022.

 

Einnig vantar tvo sumarstarfsmenn í liðveislu með sömu stúlku í júní, júlí og ágúst. Sá möguleiki er fyrir hendi að sumarstarfsmennirnir verði áfram á Reykhólum eftir sumarið og vinni á skamtímavistuninni í framhaldi. Umsækjendur geta fengið hjálp við að finna hentugt húsnæði á staðnum, sé þess óskað.

 

Umsóknir ásamt fylgigögnum sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

 

Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is.

 

 

Reykhólaskóli í Reykhólahreppi leitar að öflugum kennurum til starfa!

Reykhólaskóli er samrekinn leik-, tónlistar- og grunnskóli á sunnanverðum Vestfjörðum. Grunnskólinn er fámennur og er nemendum kennt í samkennslu. Áhersla er lögð á samþættingu námsgreina, útikennslu og upplýsingamennt og eru nemendur með aðgang að tölvum og ipödum. Í Reykhólaskóla hófst innleiðing Leiðsagnarnáms fyrir ári síðan. Áhersla er lögð á jákvæðan skólabrag meðal nemenda og starfsfólks og fjölbreytta kennsluhætti. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna með börnum og hafa mikla hæfni í mannlegum samskiptum.

 

Miðað er við að ráða í stöðurnar frá 1. ágúst 2022.


Lausar stöður í grunnskóladeild:

Kennarar á miðstig og elsta stig með möguleika á umsjón.

Æskilegar kennslugreinar eru: stærðfræði, íslenska, enska, danska, náttúrufræði, heimilisfræði, list- og verkgreinar ásamt valgreinum.

 

Þroskaþjálfi eða sérkennari í tímabundna stöðu.

 

Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl 2022.

 

Umsókn um störfin skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf um viðkomandi og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila.

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Anna Björg Ingadóttir í síma 867-1704 eða með tölvupósti á netfangið skolastjori@reykholar.is. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

 Hæfniskröfur:

 

•             Kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu í grunnskóla

•             Reynsla af kennslu í grunnskóla

•             Sértæk hæfni á grunnskólastigi

•             Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði, frumkvæði og dugnaður

•             Góðir samskiptahæfileikar, jákvæðni og þjónustulund er nauðsynleg

•             Góð íslenskukunnátta er skilyrði

•             Góð almenn tölvukunnátta og áhugi á upplýsingatækni er kostur

•             Reynsla af teymiskennslu er kostur

 

*Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því í auglýsingu að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.

Fyrri síða
1
2Næsta síða
Síða 1 af 2

Atburðadagatal

« Jl 2022 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31