Fara í efni

528. sveitarstjórnarfundur

Stjórnsýsla

Sveitarstjórn Reykhólahrepps,

fundarboð 528. fundar

Boðað er til 528. fundar sveitarstjórnar Reykhólahrepps sem fer fram miðvikudaginn 10. desember 2025. Fundurinn fer fram á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a, Reykhólum og hefst kl. 16:00.

 

Dagskrá:

1.   527. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 12.11.2025.

Fundargerðir til staðfestingar:

2.   Fundargerð 20. fundar mennta- og menningamálanefndar 01.12.2025

3.   Fundargerð 29. fundar skipulags, hafnar- og húsnæðisnefndar 03.12.2025.

 

Mál til afgreiðslu:

4.   2507003 Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029

Fjárhagsáætlun 2026 lögð fram til síðari umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2027-2029 og gjaldskrám fyrir árið 2026.

 

5.   2409009 Fjárhagsáætlun 2025

Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 lagðir fram til staðfestingar.

6.   2510016 Tilnefningar í Farsældarráð Vestfjarða

Erindi frá verkefnastjóra Farsældarráðs Vestfjarða dags. 26.11.2025 þar sem óskað er eftir tilnefningum sveitarfélaga í Farsældarráð Vestfjarða og í stjórn ráðsins.

 

7.   2511025 Samræmdar dagsetningar umsókna í grunnskóla

Erindi frá Miðstöð símenntunar og skólaþjónustu dags. 17.11.2025 varðandi samræmdar dagsetningar umsókna í grunnskóla. Mál frá 20. fundi mennta- og menningarmálanefndar Reykhólahrepps sem fór fram 01.12.2025.

 

8.   2509024 Skólavist vegna lögheimilissveitarfélags

Mál frá 20. fundi mennta- og menningarmálanefndar Reykhólahrepps sem fór fram 01.12.2025.

 

9.   250933 Framkvæmdaleyfi vegna endurheimtar votlendis

Umsókn Vegagerðarinnar dags. 19.09.2025 um framkvæmdaleyfi samkvæmt 13. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 vegna endurheimtar votlendis í landi Barma (L139535) og Hofstaða (L139591). Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd leggur til við sveitarstjórn umsóknin verði staðfest. Mál frá 29. fundi skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefndar Reykhólahrepps sem fór fram 03.12.2025.

 

10.   2406019 Aðalskipulag 2022-2034, breyting Kóksfjarðarnes.

Lögð fram til afgreiðslu eftir auglýsingu skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034 á Króksfjarðarnesi og í Geiradal. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga frá 17. september 2025 með athugasemdarfresti til 29. október 2025. Skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd hefur farið yfir tillöguna og umsagnir sem bárust og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja aðalskipulagsbreytinguna með eftirfarandi lagfæringum

  • Skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd felst á athugasemdir Breiðafjarðarnefndar og leggur til að fella út reit H-7 í auglýstri tillögu og gera þess í stað ráð fyrir að gamla bryggjan við Króksfjarðarnes verði endurbyggð, sbr. gildandi ákvæði um iðnaðarsvæðið I4 á Króksfjarðarnesi.
  • Til að bregðast við þessum athugasemdum Náttúruverndarstofnunar og Náttúrufræðistofnunar hefur verið bætt við skipulagsákvæði um verslunar- og þjónustureitinn VÞ-14 á Króksfjarðarnestanga eftirfarandi:
  • Við deiliskipulag skal áhersla lögð á að lágmarka áhrif á verndarsvæði, þ.e. fjörur Breiðafjarðar, leiruvistgerðir og alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði. Nauðsynlegt er að hanna fráveitu og lagnakerfi með tillit til verndarsvæðisins. Deiliskipulag skal, í samstarfi við Breiðafjarðarnefnd, setja skilmála um umgengi í tengslum við starfsemina til að vernda viðkvæma náttúru og dýralíf.

 

Mál frá 29. fundi skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefndar Reykhólahrepps sem fór fram 03.12.2025.

 

11.   2512001 Framkvæmdaleyfi í Djúpadalsá

Umsókn landeiganda Djúpadals um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna varna meðfram vestari árbakka Djúpadalsár. Með erindi fylgir framkvæmdalýsing með yfirlitsmyndum unnin af Land og skógi dags. 13.10.2025. Umsækjandi hefur sótt um leyfi Fiskistofu og er leyfisumsóknin í afgreiðslu.

Skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina með fyrirvara um leyfi Fiskistofu og fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við framkvæmdalýsingu í umsókn og leyfi Fiskistofu. Mál frá 29. fundi skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefndar Reykhólahrepps sem fór fram 03.12.2025.

12.   2511026 Svæðisskipulag Vestfjarða

Lögð fram til afgreiðslu skv. 3. mgr 23. gr. skipulagslaga 123/2010 tillaga að Svæðsskipulag Vestfjarða 2025-2050 ásamt fylgisgögnum. Skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd hefur farið yfir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillöguna til auglýsingar í samræmi við 24. gr. skipulagslaga. Mál frá 29. fundi skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefndar Reykhólahrepps sem fór fram 03.12.2025.

Mál til kynningar:

13.   2511055 Áskoranir og hvatningar frá þingi UMFÍ

Erindi frá UMFÍ dags. 13.11.2025 þar sem komið er á framfæri áskorunum og hvatningum frá 54. Sambandsþingi UMFÍ sem fór fram í Stykkishólmi 10.10.2025-12.10.2025.

 

14.   2512004 Samband íslenskra sveitarfélaga tekur við söfnun fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 25.11.2025 þar sem greint er frá því að sambandið taki yfir söfnun fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir árið 2026, næstu þriggja ára þar á eftir sem og útgönguspá fyrir 2025. Jafnframt er greint frá því að sambandið taki yfir vistun á Upplýsingaveitu sveitarfélaga af Hagstofu Íslands.

 

15.   2512005 ADHD-samtökin

Erindi frá ADHD-samtökunum dags. 26.11.2025 varðandi starfsemi samtakanna.

 

16.   2512006 Stafrænt samstarf sveitarfélaga

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 2.12.2025 varðandi verkefnaáætlun og kostnaðarskiptingu stafræns samstarfs fyrir árið 2026.

17.   2512007 Ný gjaldskrá Þjóðskjalasafns Íslands

Erindi frá Þjóðskjalasafni Íslands dags. 05.12.2025 þar ný gjaldskrá stofnunarinnar er kynnt.

 

18.   2512008 Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

eftir setningu laga nr. 56/2025

Erindi frá Innviðaráðuneytið dags. 05.12.2025 þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 242/2025, „Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr. 56/2025“ og sveitarfélaginu boðið sérstaklega að taka þátt í samráðinu.

 

19.   2510010 Heilbrigðisnefnd Vestfjarðarsvæðis, fundargerðir

Fundargerð 154. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðarsvæðis sem fór fram 19.11.2025.

20.   2509035 Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða, fundargerðir

Fundargerð 23. Fundar Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða sem fór fram 17.11.2025.

21.   2503008 Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir

Fundargerðir 989. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fór fram 14.11.2025.

 

Önnur mál löglega upp borin (ef einhver eru):

 

 

 

Reykhólum 5. desember 2025,

Ólafur Þór Ólafsson

sveitarstjóri