Tenglar

31. maí 2012 |

Róna-glanni

Jón Atli Játvarðarson.
Jón Atli Játvarðarson.

Með frétt um styrk til endursmíði bátsins forna sem fannst í kumli í Vatnsdal við Patreksfjörð er teikning af „legu rónaglanna“. Eitthvað hefur Jóni Atla Játvarðarsyni farið svipað við lesturinn og þegar útvarpsþulur misskildi (eða skildi alls ekki) orðið ístruflanir, sagði ístru-flanir og steinþagnaði svo í miðri setningu áður en hann hélt áfram lestri fréttar um truflanir í virkjun vegna ísreks.

 

Jón Atli kveður:

 

Byrðingur fór á bólakaf.

Barfluga verpti í sandi.

Rónaglanni var réttur af,

svo ræki hann ekki frá landi.

 

Ekki mikið út af ber.

Þó ætti að fara vel.

Rónaglanni um fjörðinn fer

á furðu lítilli skel.

 

Margir þvælast á milli tanna,

má vera að slettist blóð.

Hjalti réttir af rónaglanna,

sem rak út af merktri slóð.

 

Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31