Tenglar

22. maí 2012 |

Marhnútur gapir í síðasta sinn

Marhnútur gapir í síðasta sinn.
Marhnútur gapir í síðasta sinn.

Jóni Atla Játvarðarsyni á Reykhólum verða ósjaldan vísur á munni í þangslættinum - eiginlega eins og þær komi sjálfkrafa og ekki alltaf samhengi á milli fyrriparts og seinniparts. Þannig er um eftirfarandi aftursetta hringhendu þar sem seinni parturinn varð til á undan fyrripartinum, líkt og algengt er. Smáfiskar á borð við marhnúta og sprettfiska leynast í þangi og bíður þeirra oft beisklegur aldurtili við störf þangveiðimanna Þörungaverksmiðjunnar.

 

Þannig varð seinni parturinn til. Fyrri parturinn varð hins vegar til þegar hlustað var á útvarpsfréttir. Engin önnur tengsl eru þarna milli marhnútsins sem gapir í síðasta sinn og forseta vors en þau, að lenda fyrir tilviljun í sömu vísu - rétt eins og farþegar í sömu flugvél. Kannski ástæðulítið að taka það fram.

 

Fylgið nú hrapar, forseti minn,

forlögin skaparinn lagði.

Marhnútur gapir í síðasta sinn

svolítið dapur í bragði.

 

Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31