20. maí 2008
Vefmyndavél Arnarsetursins í gagnið á næstu vikum
Margir hafa beðið frétta af vefmyndavélinni sem Arnarsetur Íslands hyggst koma fyrir við arnarhreiður þannig að hægt verði að fylgjast með í beinni útsendingu á netinu. Að þessu framtaki standa hjónin Bergsveinn Reynisson og Signý M. Jónsdóttir á Gróustöðum við Gilsfjörð en Kristinn Haukur Skarphéðinsson arnarsérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun hefur verið þeim innan handar. „Væntanlega kemst vélin upp einhvern tímann á næstu vikum. Núna erum við bara að bíða eftir því hvernig útungun reiðir af í nokkrum álitlegum hreiðrum sem við erum með í sigtinu. Við viljum ekki hafa þau mjög aðgengileg fyrir hvern sem er en hins vegar verður að vera auðvelt að fylgjast með búnaðinum", segir Bergsveinn....
Meira
Meira