21. maí 2008
Málaferli vegna Teigsskógar frestast
Dómsmál vegna fyrirhugaðs vegar um Teigsskóg milli Þorskafjarðar og Gufufjarðar í Reykhólahreppi frestast fram á haust. Til stóð að bjóða út lagningu vegar gegnum skóginn á þessu ári. Aðalmeðferð í máli landeiganda og félagasamtaka gegn íslenska ríkinu og Vegagerðinni átti að fara fram í gær en var frestað. Þar er farið fram á ógildingu ákvörðunar fyrrverandi umhverfisráðherra vegna fyrirhugaðrar vegarlagningar um skóginn. Ríkið krafðist frávísunar málsins og varð dómarinn við því og var frávísunin síðan kærð til Hæstaréttar. Réttarhlé verður í júlí og ágúst og því er ljóst að málflutningur hefst ekki fyrr en í september....
Meira
Meira