Jólaball á Reykhólum
Flugeldasala Heimamanna 2022
Flugeldasala björgunarsveitarinnar Heimamanna 2022 verður í húsi björgunarsveitarinnar að Suðurbraut 5 á Reykhólum, (húsinu á móti flokkunarsvæðinu)
Opnunartími:
Föstudag 30. 12. kl. 12 - 20
Laugardag 31. 12. kl. 10 - 14
Ásamt flugeldum verður hægt að kaupa rótarskot.
Allur ágóði af sölunni rennur til björgunarsveitarinnar Heimamanna.
Flugeldasala björgunarsveitanna er mikilvægur liður í fjáröflun sveitarinnar og er ágóði hennar nýttur til þess að styrkja starf sveitarinnar, t.d. kaup á nýjum búnaði, endurnýjun á gömlum búnaði, þjálfun og fræðsla.
Einnig tekur björgunarsveitin alltaf á móti styrkjum, hægt er að leggja inn á reikning Heimamanna:
kt. 430781-0149
Banki 0153-26-000781
Heimamenn senda öllum hátíðar- og nýárskveðjur og sérstakar þakkir til allra þeirra sem hafa stutt okkur í gegnum árin.
Opnunartími á sundlauginni yfir hátíðarnar
Skrifstofa Reykhólahrepps lokuð um hátíðarnar
Bæirnir í Bændablaðinu
Staður er gamalt prestssetur og ættarsaga núverandi bænda hófst með því að langafi Rebekku Eiríksdóttur kom sem prestur 1903. Síðan hefur búskapurinn gengið á milli kynslóða og Rebekka er fjórði leggur.
Gömul falleg kirkja er á jörðinni sem setur mikinn svip á bæjarstæðið en hún var byggð árið 1864.
Staður er Bærinn okkar í nýjasta Bændablaðinu.
Breyttur opnunartími í bankanum
Á nýju ári, eða frá og með 1. janúar 2023 verður breyttur opnunartími á afgreiðslu Landsbankans á Reykhólum.
Opið verður á miðvikudögum frá kl. 12:00 – 15:00, á sama tíma og læknisþjónusta er á Reykhólum.
Bankinn verður ekki opin á milli jóla og nýárs.
Fyrsti opnunardagurinn á nýju ári verður miðvikudaginn 4. Janúar.
Kolur gefur ljós á skólalóðina
Um daginn færði Gunnbjörn Óli Jóhannsson, eigandi og framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Kols ehf., Reykhólahreppi/Reykhólaskóla góða gjöf sem á eftir að koma sér vel í skammdeginu.
Það eru Led-ljósker á staura á skólalóðinni.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri tók á móti lömpunum frá Gunnbirni.
Skoðun á slökkvitækjum frestað
Skötuveisla á þorláksmessu 2022
Lionsmenn bjóða upp á skötu með viðeigandi meðlæti og útáláti, í matsal Reykhólaskóla, í hádeginu á þorláksmessu.
Viðvaningar og viðkvæmir geta fengið saltfisk, því þarf að panta í síðasta lagi 18. des.
Pantað er hjá Ingvari í s. 898 7783 og ingvarsam@visir.is
Verð:
Fullorðnir kr. 3.600.-
Börn 12-16 ára kr. 1.600.-
Frítt fyrir yngri.
Reykhóladeild Lions