Tenglar

Reykhólar
Reykhólar

Í Reykhólahreppi var persónukosning, engir framboðslistar voru lagðir fram. Atkvæði voru nokkuð dreifð og því var talning seinlegri og flóknari en oft áður, en henni lauk um miðnætti.

Á kjörskrá voru 184, alls greiddu atkvæði 99, þannig að kjörsókn var 53,8%. Auðir og ógildir seðlar voru 6. 

Atkvæði féllu þannig: 

 

Aðalmenn

Árný Huld Haraldsdóttir              58 atkv.

Jóhanna Ösp Einarsdóttir            53 -

Hrefna Jónsdóttir                       52 -

Vilberg Þráinsson                       30 -

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir   28 -

 

Varamenn 

 1. Arnþór Sigurðsson
 2. Rebekka Eiríksdóttir
 3. Eggert Ólafsson
 4. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir
 5. Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir

Uppfært 15. maí;

 

Á nýafstöðnu ungmennaþingi í Reykhólahreppi voru haldnar skuggakosningar til sveitarstjórnar og það er merkilega mikill samhljómur með niðurstöðum þeirra og sveitarstjórnarkosninganna. Ekki er því líklegt að það hefði haft áhrif á niðurstöðu þessara kosninganna þó fólk kæmist yngra á kosningaaldur.

 

Niðurstöður skuggakosninga ungmennaþings:

 

Aðalmenn:

Árný Huld Haraldsdóttir

Jóhanna Ösp Einarsdóttir

Hrefna Jónsdóttir

Vilberg Þráinsson

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir

 

Varamenn:

 1.  Arnþór Sigurðsson
 2. Rebekka Eiríksdóttir
 3. Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir
 4.  Katla Sólborg Friðriksdóttir
 5. Eiríkur Kristjánsson

 

1 af 3

Handverksmarkaður Össu í Króksfjarðarnesi var opnaður í dag. Afar fjölbreytt úrval af lopapeysum og öðrum prjónavörum, skrautmunir, nytjahlutir, ýmis áhöld, sápur og margt fleira. Einnig eru veitingar seldar. 

Allir hjartanlega velkomnir.

13. maí 2022

Ungmennaþing 12. maí

Aftari: Kristján Steinn, Ásborg, Elísa Rún, fremri: Hrafnhildur Sara og Birgitta Rut. mynd JÖE
Aftari: Kristján Steinn, Ásborg, Elísa Rún, fremri: Hrafnhildur Sara og Birgitta Rut. mynd JÖE

Nýtt ungmennaráð, aðalmenn: 


Ásborg Styrmisdóttir,


Birgitta Rut Brynjólfsdóttir,


Elísa Rún Vilbergsdóttir,


Hrafnhildur Sara Baldvinsdóttir,


Kristján Steinn Guðmundsson.


Varamenn: 1. Hildigunnur Sigrún Eiríksdóttir,

 2. Víkingur Þór Eggertsson,

 3. Bergrós Vilbergsdóttir,

 4. Smári Gilsfjörð Bjarkason,

 5. Ísak Logi Brynjólfsson.


Þess má geta að öll ungmennin í ungmennaráðinu eiga foreldri sem gegnt hefur starfi kjörins fulltrúa í Reykhólahreppi. 

...
Meira
Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir og Sigurbjörn Ævar
Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir og Sigurbjörn Ævar

Elsku íbúar Reykhólahrepps!

Ég hendi þessu hérna inn á síðustu stundu, kosningar á morgun. En eftir miklar ofhugsanir og pælingar þá hef ég ákveðið að ég vil gefa kost á því að þið getið kosið mig í næstu sveitastjórn.

 

Frá því að ég man eftir mér hefur mér alltaf þótt endalaust vænt um sveitina mína og langar að geta haft áhrif á það að byggja upp og efla samfélagið í hreppnum.

Fjölskyldan í fyrirrúmi!!!!

 

 Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir

Kosningar til sveitarstjórnar fara fram laugardaginn 14. maí 2022.  Kjósa ber fimm aðalmenn og fimm til vara.

 

Kjördeild verður á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a.

 

Kjörfundur hefst kl. 10:00  og lýkur kl. 18:00.


Kjörskrá hefur verið gefin út af Þjóðskrá Íslands og liggur hún frammi á skrifstofu Reykhólahrepps.

 

Kosningar í Reykhólahreppi eru óbundnar kosningar þar sem kosning er ekki bundin við framboð.  Allir kjósendur eru í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan því.

 

Þrír fráfarandi sveitarstjórnarmenn  hafa skorast undan endurkjöri, þau eru:

 

Embla Dögg Bachmann Jóhannsdóttir,   

Ingimar Ingimarsson, 

 Karl Kristjánsson.   

Einnig hefur Gústaf Jökull Ólafsson skorast löglega undan kjöri.

 

Kjörstjórn gerir ráð fyrir að talning atkvæða fari fram strax og kjörfundi lýkur og gengið hefur verið  frá gögnum til talningar.

 

Áhersla er lögð á að nöfn manna séu greinilega skrifuð á atkvæðaseðilinn, en atkvæði skal ekki metið ógilt þótt sleppt sé fornafni eða eftirnafni ef greinilegt er, eftir sem áður, við hvern er átt.

 

Eins og fram kemur hér að ofan skal kjósa fimm aðalmenn og fimm varamenn.

 

Kjósendum er bent á að gott er ef þeir hafa ákveðið fyrirfram hverja þeir ætla að kjósa, að mæta með tilbúinn nafnalista.  Slíkt flýtir fyrir kosningu.

 

Kjósendur eru minntir á persónuskilríki.

 

Reykhólum, 19. apríl 2022

 

 kjörstjórn Reykhólahrepps,

Steinunn Ólafía Rasmus formaður

Sandra Rún Björnsdóttir

Sveinn Ragnarsson

 

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps auglýsir eftir ráðgjafa í 40% framtíðarstarf frá 1. Júní 2022.  Næsti yfirmaður er félagsmálastjóri.

 

Meginverkefni:

Að vinna að stofnun atvinnuúrræðis fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu á félagsþjónustusvæðinu.

Ráðgjöf í málefnum fatlaðs fólks.

Ráðgjöf í málefnum aldraðra.

Yfirumsjón með málefnum flóttamanna.

 

Menntunar og hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi  svo sem iðjuþjálfun, félagsráðgjöf eða þroskaþjálfun.

Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.

Góð enskukunnátta æskileg.

Gott vald á íslenskri tungu.

Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum.

Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.

Góð alhliða tölvukunnátta.

Hreint sakavottorð skilyrði í samræmi við lög og reglur félagsþjónustunnar.

 

Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2022

Laun eru samkvæmt kjarasamningi samband íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Soffía Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps í síma 451-3510 eða felagsmalastjori@strandabyggd.is.

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á tölvupóstfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá um fyrri störf og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

 

 

12. maí 2022

Réttað í maí

mynd, Jóhannes Haraldsson
mynd, Jóhannes Haraldsson
1 af 2

Í gær voru þangsláttumenn, þeir Jóhannes Haraldsson og Björgvin Matthías Hallgrímsson, að dóla um veginn í Kollafirðinum og ergja sig á norðaustanáttinni sem gerir þeim ómögulegt að athafna sig við sláttinn. Þá komu þeir auga á fjárhóp í túninu í Múla, 6 fullorðnar kindur og 2 lömb. Þeim fannst fremur ólíklegt að bændur væru búnir að sleppa lambfé í þessu tíðarfari, svo þeir kölluðu eftir aðstoð til að handsama féð.

 

Eftir nokkurn eltingaleik náðist að reka kindurnar inn í skilaréttina á Eyri, fullorðna féð hálfu ári of seint, en lömbin missiri fyrr en vant er.

 

Féð reyndist vera frá Fremri Gufudal og Skálanesi, þrílemba með dætur og 2 hrútar. Kindurnar eru í góðu ásigkomulagi þrátt fyrir að hafa gengið úti frekar leiðinlegan vetur.

 

Stafræn umbreyting snýst um umbætur á þjónustu og vinnulagi með tækninýjungum. Þetta er mjög stórt breytingaverkefni bæði fyrir hið opinbera sem og einkageirann en ávinningurinn er að einfalda líf íbúa og bæta skilvirkni og rekstur. Umbætur með hagnýtingu tækninnar auðvelda íbúum að sækja þjónustu, fækka handtökum starfsmanna, auka gagnsæi og rekjanleika og gefa færi á betri nýtingu upplýsinga og gagna.   

 

Samband íslenskra sveitarfélaga réð breytingastjóra um stafræna umbreytingu í lok árs 2019 til að vinna að stafrænu samstarfi sveitarfélaga í samræmi við stefnumörkun landsþings sambandsins fyrir það kjörtímabil sem nú er að renna sitt skeið á enda. Breytingastjóri byrjaði á því að setja á laggirnar faghóp um stafræna umbreytingu sem er skipaður stafrænum sérfræðingum sveitarfélaga. Í kjölfarið samþykkti stjórn sambandsins að skipa stafrænt ráð sveitarfélaga með fulltrúum frá öllum landshlutasamtökum sveitarfélaga og Reykjavíkurborg til að vera tengiliður við sveitarfélögin og styðja við uppbyggingu stafræns samstarfs þeirra.  Í júní 2021 var svo stofnað stafrænt umbreytingateymi sambandsins með þremur sérfræðingum til að vinna að framkvæmd stafrænna samstarfsverkefna sveitarfélaga. Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti jafnframt að sambandið yrði aðili að stefnu um stafræna þjónustu hins opinbera 

 

Vefsíðan https://stafraen.sveitarfelog.is/ er stuðnings- og upplýsingasiða um stafrænt samstarf sveitarfélaga. Þar er hægt að  sjá hvaða samstarfsverkefni sveitarfélaga sem eru í gangi. Þar er einnig verkfærakista fyrir stafræna umbreytingu sveitarfélaga með sniðmáti og leiðbeiningum,  t.d. um áhættugreiningar. Til viðbótar hafa verið settar inn á síðuna tæknilausnir sem sveitarfélögin geta sjálf sett upp á sínum síðum á einfaldan hátt, svo sem reiknivél fyrir leikskólagjöld, sorphirðudagatal og fl. Auk þess eru þar reynslusögur sveitarfélaga til að yfirfæra stafræna reynslu á milli þeirra. Vefsíðan er einnig fréttaveita um það sem er að gerast í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga. Jafnframt er gefið út mánaðarlega fréttabréf  sem hægt er að gerast áskrifandi að eða fylgja Facebook síðunni Stafræn sveitarfélög .  

 

Framsýnir leiðtogar sveitarfélaga um allan heim leggja nú áherslu á að kveðja áratuga gamlar hugmyndir um verkferla og þjónustu og horfa í meira mæli til nýrra tíma þar sem þjónustan við íbúa og fyrirtæki er að miklu leyti stafræn, starfsfólk vinnur í verkefnamiðuðu umhverfi, gögn eru hagnýtt til að bæta ákvörðunartöku og sjálfbærni sett í forgang.  

 

Stafræn umbreyting er komin til að vera. Sveitarfélög þurfa að móta stefnu í þessum málum og fylgja þeirri þróun sem á sér stað allt í kringum okkur. Upplýsingatæknikerfi sveitarfélaga þurfa að styðja við aukinn hraða í þróun, sjálfvirkni og gagnavinnslu og huga þarf að samvirkni innri og ytri kerfa.

 

  

 

Sveitarstjórnarkosningar 2022

- staða, kosningabarátta og málefni –

 

Hádegisfundur á vegum Félags stjórnmálafræðinga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um sveitastjórnarkosningarnar. 

 

Fundurinn verður haldinn þann 6.maí kl. 12:00-13:00, í Odda 101 í Háskóla Íslands.

 

Framundan eru sveitastjórnarkosningar og af því tilefni munu þau Eva Marín Hlynsdóttir prófessor við HÍ og Grétar Þór Eyþórsson prófessor við HA fara yfir stöðuna í kosningabaráttunni, stöðu sveitarstjórnarfólks og upplifun þeirra á starfumhverfi sínu ásamt því að fjalla um mikilvægi kosninganna og sveitastjórnarmála.

 

Fundurinn er opinn öllum, aðgangur er ókeypis og mun fara fram á íslensku.

Upplýsingar um streymi verða aðgengilegar á Facebookviðburði fundarins

 

Verkefnastjóri og starfsfólk óskast í vaktavinnu í skammtímavistun hjá 15 ára stúlku á Reykhólum. Mjög skemmtilegt og krefjandi starf í fallegu og rólegu umhverfi. Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2022.

 

Einnig vantar tvo sumarstarfsmenn í liðveislu með sömu stúlku í júní, júlí og ágúst. Sá möguleiki er fyrir hendi að sumarstarfsmennirnir verði áfram á Reykhólum eftir sumarið og vinni á skamtímavistuninni í framhaldi. Umsækjendur geta fengið hjálp við að finna hentugt húsnæði á staðnum, sé þess óskað.

 

Umsóknir ásamt fylgigögnum sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

 

Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is.

 

 

Atburðadagatal

« gst 2022 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31