Tenglar

Starfsmaður óskast í félagslega heimaþjónustu á Reykhólum.

 

Umsóknarfrestur er til og með 15. júní 2022.

 

Laun eru samkvæmt taxta Verk-Vest.

 

Umsóknir sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

 

Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is

 

 

Við Grettislaug á Reykhólum er auglýst eftir sundlaugarvörðum til starfa sumarið 2022.  Um er að ræða tímabilið 13. júní  - 14. ágúst.

 

Starfshlutfall 70 – 100%.  Um er að ræða vaktavinnu, vinnutími frá kl. 13 – 21  og er unnið aðra hverja helgi.

 

Starfið felst í öryggisgæslu, afgreiðslu og þjónustu við viðskiptavini, baðvörslu, þrifum og eftirliti.

 

Lágmarksaldur umsækjenda er 18 ára.

Reynsla af þjónustustarfi er kostur

Góð íslenskukunnátta skilyrði

Hæfni í mannlegum samskiptum.

Góðir skipulagshæfileikar.

 

Grettislaug sendir allt starfsfólk sitt á námskeið sundlaugarvarða.

 

Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, eða á netfangið skrifstofa@reykholar.is

Upplýsingar um starfið gefur forstöðumaður Grettislaugar í síma 434-7738 eða sveitarstjóri í síma 4303200.

 

 

Brunavarnaáætlun 2022 - 2026 fyrir Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda er komin á netið og má sjá hana hér.

26. maí 2022

Vantar gangstéttarhellur

Í Króksfjarðarnesi vantar hellur, ca. 25 m ef einhver í Reykhólasveit eða nágrenni er að losa sig við hellur, þó það væri minna væri það vel þegið. Mega gjarnan vera notaðar. 

Upplýsingar í síma 867 7977, Lena.

24. maí 2022

Ræstingar - hlutastarf

Erum að leita að góðri manneskju í ræstingar í Þörungaverksmiðjunni sem fyrst.

 

Um er að ræða efri hæð sem eru skrifstofur, kaffistofa, salerni og  neðri hæð sem er búningsaðstaða, vaktherbergi, sýnatökuherbergi og salerni.

 

Um er að ræða 4-5 klst. vinnu 2x í viku.

 

Bæði kemur til greina að vinna þetta í verktöku eða á launaskrá.

Áhugasamir sendið email á heimir@thorverk.is eða hringja í síma 8579228

 

 

Aðalfundur Þörungaverksmiðjunnar hf. verður haldinn miðvikudaginn 1. júní 2022 kl. 13:00 á skrifstofu félagsins, Karlsey, 380 Reykhólum.

 

Dagskrá:

Aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.

Kæru foreldrar 6-12 ára barna!

 

Nú eru sumarnámskeiðin að hefjast og verður boðið upp á fjölbreytt starf með ævintýraleiðöngrum, vettvangsferðum, fjöruferðum, fuglaskoðunarleiðöngrum, heimsóknum, hestamennsku, útiveru og íþróttum.

Samstarfsaðilar sveitarfélagsins í sumarnámskeiðum er ungmennafélagið Afturelding og verður fjölbreytt íþróttastarf samhliða. Þjálfari í fótbolta og frjálsum íþróttum er Dísa Ragnheiður Magnúsdóttir.

Þær íþróttir sem verða í boði þetta sumarið eru:

• Frjálsar íþróttir

• Fótbolta æfingar

• Fimleikaæfingar

 

Ásamt íþróttaæfingum verðum við með vináttu og leiðtogaþjálfun auk vettvangsferða sem áður eru nefndar.

Námskeiðin verða á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá 7. - 23. júní og svo aftur þriðjudags til fimmtudags 16.-18. ágúst.

 

• Móttaka barna verður frá 9:00-9:30

• Dagskrá hefst 9:30

• Hádegismatur 11:45


 Dagskrá lýkur kl. 15:00


Nánari dagskrá verður auglýst þegar skráning liggur fyrir.


Boðið verður upp á akstur fyrir börnin í sveitunum bæði í sumarnámskeiðin og aðra þjónustu sveitarfélagsins fyrir börn, auk þess sem vinnuskólinn verður sniðinn að akstrinum.


Verð á námskeiðið með íþróttaæfingum, er 1.500 krónur dagurinn en 17.000 ef skráð er á allt tímabilið. Við minnum á tómstundastyrk sveitarfélagsins.


Hægt verður að kaupa mat fyrir börnin hjá mötuneyti Reykhólahrepps skv. verðskrá.

Börn utan sveitarfélags eru líka velkomin á sumarnámskeið Reykhólahrepps, en hafa þarf í huga að börn sem þurfa aukinn stuðning inn í skólastarf þurfa líka aukinn stuðning í sumarstarf. Útfærslur yrðu unnar í samvinnu við foreldra/forráðamenn og lögheimilissveitarfélag. 


Skráning á námskeiðin, í akstur og í mötuneyti er hjá Jóhönnu í netfangi johanna@reykholar.is en einnig má hafa samband á Facebook eða í síma 6982559.

                                                              Jóhanna, Sjöfn og Dísa

 

21. maí 2022

Síðasti fundurinn

Ingibjörg, Jóhanna, Ingimar, Karl, Árný og Embla.
Ingibjörg, Jóhanna, Ingimar, Karl, Árný og Embla.

Þann 12. maí var síðasti reglulegi fundur fráfarandi sveitarstjórnar. Við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin og er hún dæmigerð fyrir fundahöld síðari helming kjörtímabilsins, en þá urðu fjarfundir algengt fundarform.

 

Í fundargerð má sjá að nokkur stór mál á okkar mælikvarða voru afgreidd, t.d. verksamningur um endurbætur á Reykhólahöfn, yfirtaka Bríetar leigufélags á íbúðum við Hólatröð, samráðsáætlum um frágang vegna Vestfjarðavegar, brunavarnaráætlun og fleira má telja.

 

Að sitja í sveitarstjórn í litlu samfélagi eins og Reykhólahreppi er oft og tíðum ekki auðvelt, því ákvarðanir sem þarf að taka snerta stundum vini og fjölskyldu sveitarstjórnarfólks. Fráfarandi sveitarstjórn hefur staðið sig með sóma og unnið að krefjandi verkefnum af heilindum.

 

Á myndinni eru f.v. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Ingimar Ingimarsson, Karl Kristjánsson á teams, Árný Huld Haraldsdóttir oddviti og Embla Dögg B. Jóhannsdóttir.

 

 

20. maí 2022

Lausaganga katta

Magnús Ólafs Hansson
Magnús Ólafs Hansson

Minnt hefur verið á að kattaeigendur eiga að passa kettina sérstaklega á varptíma fugla. 

Þessu til áréttingar hefur Magnús Ólafs Hansson skrifað grein sem er birt hér undir sjónarmið.

mynd, Árni Geirsson
mynd, Árni Geirsson

Við Reykhólaskóla eru lausar eftirtaldar stöður; skólastjóra, tónlistarkennara og leikskólakennara.

 

Auglýsingar með starfslýsingum eru undir Laus störf.

 

Æskilegt er að leikskólakennari geti hafið störf sem fyrst, umsóknarfrestur um stöður skólastjóra og tónlistarkennara er til og með 31. maí 2022.

 

Atburðadagatal

« gst 2022 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31