Tenglar

Ólafsdalur - byggingar 2021
Ólafsdalur - byggingar 2021
1 af 3

Ólafsdalsfélagið verður með sumaropnun í Ólafsdal 10. júlí - 1. ágúst, alla daga kl. 12-17.

 

Þrettánda Ólafsdalshátíðin verður síðan haldin laugardaginn 16. júlí.  Fjölbreytt fjölskylduhátíð að vanda (Lalli töframaður, Bjartmar Guðlaugsson o.fl. söngvarar, sýningar, Erpsstaðaís, gönguferð með leiðsögn, hestar, handverk, landnámsskáli og Ólafsdalshappdrætti).

 

Minjavernd endurreisir nú byggingar, er stóðu í Ólafsdal um 1900, af miklum myndarbrag og smekkvísi. Sjón er sögu ríkari. Ólafsdalur er því ferðamannastaður framtíðarinnar sem byggir á yfir 1000 ára búsetu og einstöku menningarlandslagi. TAKIÐ DAGINN FRÁ!


Frekari upplýsingar á Fésbókarvef Ólafsdals www.facebook.com/Olafsdalur og  www.olafsdalur.is

 

29. júní 2022

Leitardagar haustið 2022

Ný dreifbýlisnefnd hélt sinn fyrsta fund þann 20. júní sl. Undir hana heyra m.a. fjallskil, sem hingað til hafa verið í umsjá fjallskilanefndar. 

Nefndin gerði tillögu að leitardögum haustið 2022 sem er birt hér til þess að bændur hafi tóm til að koma tímanlega á framfæri ábendingum og athugasemdum.

 

Dreifbýlisnefnd leggur til að leitardagar í Reykhólahreppi verði eftirfarandi:

 

Svæði 1-7;  Kleifar, Brekkuá að Króksfjarðarnesi, Króksfjarðarnes, frá Bakkadal að

Naðurdalsá og Borgarland verði leitað 17. september.


Svæði 8;  Frá Naðurdalsá að Hjallaá verði leitað 10. september.


Svæði 9;  Reykjanes verði leitað 9. september.


Svæði 10;  Frá Hjallaá út Hallsteinsnes að Djúpadal verði leitað 11. september.


Svæði 11 - 14;  Frá Djúpadal að Skálanesi verði leitað 10. september.


Svæði 15 - 16;  Kálfadalur, Eyri, Klettur, Seljaland og Fjarðarhorn verði leitað                                                                 3. september.


Svæði 17;  Þorskafjarðarheiði og norðan Reiphólsfjalla verði leitað frá og með                                                                 2. - 4. sept. og eftir því sem veður leyfir.


Svæði 18;  Múlasveit verði leituð 27. ágúst - 28. ágúst.


Seinni leit allra svæða verði helgina 30.sept. - 2. okt.

 


 


 

Eftirtalda mánudaga í sumar verður afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum lokuð.

4. og 11. júlí,

1. og 8. ágúst.

Skrifstofustjóri Reykhólahrepps tekur þann franska til kostanna
Skrifstofustjóri Reykhólahrepps tekur þann franska til kostanna

Opinn fundur vegna Reykhóladaga verður í matsal Reykhólaskóla nk. fimmtudag 30. júní klukkan 17:00.

 

Allir velkomnir 

Ársreikningur Reykhólahrepps 2021 var samþykktur eftir síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 23. júní sl.

 

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 697,4 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 481,5 millj. kr.

 

 Álagningarhlutfall útsvars var 14,52%, sem er lögbundið hámark þess. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki nam 0,5% sem er lögbundið hámark þess, í B-flokki nam álagningarhlutfall 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C flokki nam álagningarhlutfallið 1,65% sem er lögbundið hámark þess með álagi.

 

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 34,1 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 8 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi.

 

Heildareignir sveitarfélagsins námu 688 millj. kr. og heildarskuldir 173,2 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 514,8 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 420,1 millj. kr.

 

Sveitarstjórn bókaði sérstakar þakkir til lykilstarfsfólks sveitarfélagsins fyrir ábyrga meðferð fjármuna, ekki síst Ingibjargar Birnu sveitarstjóra fyrir góða yfirsýn og metnað í fjármálum sveitarfélagsins. Einnig til starfsfólks skrifstofunnar.

 

 

Baldur við bryggju í Flatey
Baldur við bryggju í Flatey

Á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps þann 23. júní sl. var lögð fram ályktun um ferjusiglingar á Breiðafirði.

Flatey eins og stór hluti Breiðafjarðareyja er í Reykhólahreppi og því lætur sveitarstjórn sig varða samgöngur þar, eins og í öðrum hlutum sveitarfélagsins.

 

Ályktunin hljóðar svo:

Reykhólahreppur lýsir yfir þungum áhyggjum varðandi ferjusiglingar Baldurs á Breiðafirði.  Baldur er eina tenging íbúa Flateyjar við meginlandið og mjög mikilvægur hvað varðar margvíslega þjónustu við Flatey. Tryggja þarf öryggi farþega með nýrri ferju, án þess að það komi niður á þjónustu við íbúa í Flatey.“

 


 


26. júní 2022

Vestfjarðavíkingurinn 2022

1 af 2

Keppni sterkustu manna landsins

fer fram dagana 1. til 3. júlí.

Keppt verður á eftirtöldum stöðum.

  

Föstudagur 1. júlí

kl 11:00 Patreksfjörður á Friðþjófs Torgi

(Sirkus handlóð)

kl 12:00 Patreksfjörður á Friðþjófs Torgi 

(Atlas steinatök)

kl 17:00 Reykhólar í Sundlauginni

(Tunnuhleðsla)

 

Laugardagur 2. júlí

kl 11:00 Búðardalur við Vínlandssetrið

(Uxaganga)

kl 12:00  Búðardalur við Vínlandssetrið (Bóndaganga)

kl 17:00  Hellisandur við Sjóminjasafnið

(Kútakast)

 

Sunnudagur 3. júlí

kl 14:00  Stykkishólmur við gömlu Kirkjuna (Drumbalyfta)

kl 15:00  Stykkishólmur við gömlu Kirkjuna (Réttstöðulyfta)

 

Hjá Norðursalti vantar starfsfólk, sjá auglýsingu.

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum, gengst nú fyrir bátahátíð á Breiðafirði í fimmtánda sinn 9. júlí nk. Allar gerðir báta eru velkomnar.

Núna verður farið í Hvallátur, þar sem rekin var afkastamikil bátasmíðastöð fram á sjöunda áratug síðustu aldar. 

 

Ráðgert er að þáttakendur safnist saman á Reykhólum föstudaginn 8. júlí. Flóð er um kl. 14 og þá er gott að setja bátana niður í höfninni fyrir þá sem koma með bátana landleiðina. Einnig er hægt að sjósetja báta í höfninni á Stað á Reykjanesi.

 

Á laugardagsmorgun verður haldið frá Reykhólum um kl. 9 og áformað er að sigla um s.k. Staðareyjar. Við Stað koma þeir, sem þaðan fara, til móts við þáttakendur (um kl. 10)  og síðan er siglt áleiðis um Skáleyjalönd og út í Hvallátur.

 

Staðarhaldarar í Hvallátrum munu kynna þáttakendum það starf sem þar fer fram, en þar er stunduð æðarrækt og dúntekja. Einnig mun Egill verða skoðaður og saga hans sögð.

Ráðgert er síðan að koma til baka seinni partinn.

 

 

20. júní 2022

Sumaropnun í Grettislaug

Frá 20. júní - 14. ágúst verður opið sem hér segir: 

opið á morgnana alla virka daga frá 8:00 - 10:00

lokað á morgnana laugardaga og sunnudaga 

lokað alla daga                   10:00 - 13:00

opið alla daga                     13:00 - 20:00

Atburðadagatal

« gst 2022 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31