Tenglar

13. ágúst 2019 | Sveinn Ragnarsson

Vettvangsferð vegna rammaáætlunar um Dali og Reykh.

Í allt voru um 50 manns
Í allt voru um 50 manns
1 af 6

Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða, ásamt fulltrúum faghópa, varði deginum í dag til vettvangsferðar um Dali og Reykhólahrepp.

 

Erindið var að kynna sér áform um virkjun vindorku, og fundir með fulltrúum þeirra aðila sem eru að vinna að undirbúningi byggingar vindmyllugarða í Sólheimum og á Hróðnýjarstöðum í Dölum og hér í Garpsdal. Einnig sátu fundina fulltrúar úr sveitarstjórnum hreppanna.

 

Í Nesheimum var kynningarfundur þar sem Ríkarður Ragnarsson verkefnisstjóri hjá EM Orku kynnti fyrirhugaðan vindmyllugarð á Garpsdalsfjalli, ásamt Marc McLoghlin frá EM Power á Írlandi. Kynningin var með líku sniði og á fundinum sem haldinn var með íbúum í haust.

 

Nokkur úr hópnum, sem rætt var við eftir fundinn voru á einu máli um að ferðin og kynningarnar hefðu verið fróðlegar og gagnlegar fyrir áframhaldandi vinnu við rammaáætlun.

 

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31