Tenglar

17. mars 2009 |

Útkoman djöfulleg en ekki hættur í pólitík

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

„Það er rétt að þetta var djöfulleg útkoma. Það eru sjálfsagt nokkrar ástæður sem virka á þennan veg. Það má segja að allt hafi lagst gegn mér í þessu prófkjöri", segir Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem bauð sig fram í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi en hlaut afleitar viðtökur. „Ég kom mjög seint til leiks og hafði því lítið ráðrúm til að safna liði eða ræða við fólk. Aðrir frambjóðendur voru þá búnir að fá stuðning frá öðrum flokksmönnum."

Hann segist ætla að meta framhaldið í rólegheitum. „Ég er nú ekki hættur í pólitík, það er alveg öruggt mál, en ég hef ekki hugleitt sérframboð. Eins og staðan er, þá held ég mig við það sem ég ákvað, að ganga til liðs við Framsókn."

 

Nánar hér á bb.is á Ísafirði.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2022 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31