Tenglar

11. október 2011 |

Uppskeruhátíð og hvatningarverðlaun ferðaþjóna

Gestir á uppskeruhátíðinni munu m.a. skoða víkingaskipið Véstein á Þingeyri.
Gestir á uppskeruhátíðinni munu m.a. skoða víkingaskipið Véstein á Þingeyri.

Harpa Eiríksdóttir, ferðamálafulltrúi Reykhólahrepps, hvetur fólk eindregið til að senda inn tilnefningar til hvatningarverðlauna í vestfirskri ferðaþjónustu. Allra síðustu forvöð eru að gera þetta því að „uppskeruhátíð“ vestfirskra ferðaþjóna verður í Dýrafirði á laugardag. Verðlaunin verða veitt einstaklingi eða fyrirtæki í greininni sem starfar í fjórðungnum og álitið er að skarað hafi fram úr á árinu 2011 varðandi nýsköpun, þjónustu eða umhverfisstefnu.

 

„Einnig hvet ég fólk í ferðaþjónustunni í sveit að skella sér á hátíðina þar sem flestir úr fjórðungum mæta og eiga góðan dag. Gott er að hitta fólk sem er að gera hið sama og við erum að gera hér, byggja upp ný sambönd og efla þau sem fyrir eru“, segir Harpa.

 

Í tilnefningunni þarf að koma fram nafn sendanda og hver er tilnefndur ásamt dálitlum rökstuðningi sem þarf að vera minnst tvær til þrjár setningar. Tilnefningarnar skal senda í netfang Ferðamálasamtaka Vestfjarða merktar „Tilnefning“.

 

Allar nánari upplýsingar um uppskeruhátíðina á laugardag er að finna hér. Skráningar þurfa að hafa borist fyrir fimmtudag.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2022 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31