Tenglar

25. október 2012 |

Þverpólitísk samstaða á þingi varðandi orkukostnað

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.

„Kjarni frumvarpsins felur það í sér að dreifingarkostnaðurinn á orkunni sé greiddur af öllum orkunotendum; ekki bara sumum eins og núna. Þetta yrði óneitanlega mikið framfaraspor. En um leið vonandi árétting á því að um sé að ræða verkefni sem við deilum ekki um á pólitískum vettvangi. Þvert á móti geti menn sameinast um að leysa úr þessu máli og leggi þannig sameiginlega af mörkum við að stuðla að betri lífskjörum fólks sem í dag býr við sligandi húshitunarkostnað sem við þekkjum öll og er algjörlega óviðunandi.“

 

Þetta segir Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður í grein sem hann sendi vef Reykhólahrepps til birtingar undir fyrirsögninni Sligandi húshitunarkostnaður er þjóðfélagsmein. Hér er hann að tala um lagafrumvarp sem hann lagði fram á þingi í síðustu viku ásamt þrettán öðrum þingmönnum í fjórum stjórnmálaflokkum.

 

Á öðrum stað í grein sinni segir Einar:

 

Fólk flytur frá þeim svæðum þar sem kjörin eru verri og lífsafkoman því lakari. Ein ástæðan er húshitunarkostnaðurinn. Það er vandamál sem um 10% þjóðarinnar glímir við og þegar grannt er skoðað virðist einmitt vera fylgni á milli íbúaþróunar og húshitunarkostnaðar. Einsýnt er því að við reynum að ráðast á þann vanda. Þegar við blasir að hann einskorðast við svo lítinn hluta þjóðarinnar er okkur vitaskuld ekki skotaskuld að bæta þarna úr.

 

Grein Einars Kristins má lesa í heild undir Sjónarmið í valmyndinni hér vinstra megin.

   

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31