Tenglar

19. júní 2012 |

Þorskgengdin bitnar á breiðfirsku teistunni

Hafsteinn Guðmundsson / bb.is.
Hafsteinn Guðmundsson / bb.is.

Hafsteinn Guðmundsson í Flatey á Breiðafirði segir æðarfuglinn vera í betra standi núna en síðustu ár og varp sjófugla hafi tekist ágætlega. Rætt var við hann í Morgunútvarpi RÚV í morgun. Hann sagði lítið af kríu líkt og undanfarin ár og teistunni hafi fækkað gríðarlega. Árið 1995 hafi verið hátt í sjö hundruð teistuhreiður í Flatey nú séu þau aðeins um hundrað. Hafsteinn segir þorskinum um að kenna, hann hreinsi upp ætið. Einnig sagði Hafsteinn frá æðarnytjunum en þær eru jafnan drjúgar breiðfirskum náttúrubændum.
 

Smellið hér til að hlusta á viðtalið við Hafstein.

Facebook-síða Hafsteins í Flatey: Fuglar og náttúra

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31