Tenglar

9. nóvember 2012 |

Þétt og fjölbreytt dagskrá hjá Breiðfirðingafélaginu

Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð. Svipmynd af vef Breiðfirðingafélagsins.
Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð. Svipmynd af vef Breiðfirðingafélagsins.

Félagsstarf Breiðfirðingafélagsins syðra er mjög öflugt í vetur eins og jafnan áður. Sjötta tölublað Fréttabréfs félagsins á þessu ári er komið út og þar segir formaðurinn Snæbjörn Kristjánsson frá Breiðalæk m.a. í inngangsorðum: 

  • Aðsókn að félagsvistinni hefur verið mjög góð og hefur verið spilað á allt að 20 borðum. Alltaf eru að birtast ný andlit við spilaborðin, bæði ungir sem aldnir og ekki má gleyma þeim sem sjaldan láta sig vanta. Bridge hófst 16. september og er spilað á 8-10 borðum.
  • Prjónakaffið hefur verið mjög líflegt í haust og er það orðinn fastur liður í dagskránni.
  • Vetrarfagnaðurinn var haldinn fyrsta vetrardag, 27. október, að þessu sinni var gerð tilraun með að bjóða upp á kjötsúpu fyrir dansleikinn, en ekki var næg þátttaka til að úr því yrði. Aðsóknin að dansleiknum var lítil, þannig að trúlega verður þessi uppákoma lögð af.
  • Hagyrðingakvöldið verður fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20. Sú nýbreytni verður að öllum gefst kostur á að botna fyrriparta, sem hægt er að nálgast á heimasíðu félagsins og skila þegar komið er á hagyrðingakvöldið.
  • Síðan verður ganga laugardaginn 17. nóvember og verður gengið frá Breiðfirðingabúð og er mæting kl. 13. Að göngu lokinni verður boðið upp á kaffi og vöfflur.
  • Kórinn tók þátt í veglegu kóramóti sjö átthagakóra sem haldið var í Háskólabíói þann 14. október. Kóramótið tókst mjög vel og vonandi verður þetta árlegur viðburður. Æfingar hjá kórnum ganga vel, og er þegar byrjað að æfa jólalögin. Kórinn heldur sína árlegu jólatónleika í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 16. desember.
  • Aðventudagur fjölskyldunnar verður haldinn 2. desember, fyrsta sunnudag í desember.
  • Jólaballið verður síðan 29. desember. Sjáumst hress!

 

Vefur Breiðfirðingafélagsins

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31