Tenglar

8. nóvember 2010 |

„Þar sem hjartað slær“

Solla Magg.
Solla Magg.
Sólveig Sigríður Magnúsdóttir á Reykhólum (Solla Magg) gaf fyrir skömmu út sína fyrstu ljóðabók undir heitinu Þar sem hjartað slær. Bókina hannaði sonur hennar, Marinó Thorlacius. Solla Magg er fædd í Reykjavík árið 1954. Hún er fjögurra barna móðir og fimm barna amma. Í samtali við vefinn segir hún um sjálfa sig og ritstörfin:

 

Ég flutti úr borginni nítján ára gömul og bjó lengst á Patreksfirði eða í 32 ár. Síðan flutti ég til Keflavíkur og þaðan til Reykhóla. Ég hef skrifað í nokkur ár og samið ljóð og vísur fyrir vini og kunningja.

 

Snemma byrjaði ég að semja ljóð og fann þar leið til þess að tjá það sem kom upp í hugann. Um þessar mundir er ég að dunda mér við að skrifa tvær bækur fyrir utan aðra ljóðabók. Ég veit ekki hvenær ég kem því í verk að koma þeim út en það verður vonandi á nýju ári.

 

Núna vinn ég í Barmahlíð á Reykhólum og líkar það afskaplega vel. Hér er bara gott fólk og gott að vera. Ég er menntaður sjúkraliði og nuddmeistari og svæðanuddari. Á Patreksfirði vann ég mestmegnis á sjúkrahúsinu við ýmis störf.

 

Áhugamálið mitt er að skrifa. Auk þess hefur leikhúsið alla tíð heillað mig, ég hef leikið mikið og verið mikið í leikhúslífinu.

 

Athugasemdir

sigfrid Berglind Thorlacius, mnudagur 08 nvember kl: 16:48

mamma min þetta er flott knus og koss og til hamingju aftur :O)

Jóhanna Berglind, mnudagur 08 nvember kl: 16:59

Takk Solla mín fyrir þessa frábæru bók, góð lesning í skammdeginu, ótrúlega margt sem að hefði getað komið úr mínum eigin huga, hlý og falleg bók sem að allir ættu að eiga.

Halldór Þórðarson/dóri., mnudagur 08 nvember kl: 19:52

bókin þín er frábær, gangi þér vel á þessarri braut sem og öðrum slóðum sem þú ferðast um.. takk fyrir mig.

Björk, mnudagur 08 nvember kl: 19:52

æðisleg bók hjá þér Sollan mín, þú ert frábær, til hamingju en og aftur frú formaður leikfélagsins Skruggunnar;-)

Sigrún Erla Pálmadóttir, mnudagur 08 nvember kl: 21:09

Flott hjá þér Solla mín . bara komin í fjölmiðlana haltu bara áfram á þessari braut og gangi þér vél elsku vinkona verðum í sambandi kveðja af skaganum.

Þóra Björg Guðjónsdóttir, mnudagur 08 nvember kl: 22:57

Aldeilis flott bók bæði að utan sem innan og eru ljóðin alveg einstaklega vel gerð og skemmtileg aflestrar. Ég kom sjálfri mér verulega á óvart þegar ég var að lesa ljóðin því mér fannst virkilega gaman að lesa þau og er ég sko engin ljóðamanneskja. Ég fann meira að segja mitt uppáhaldsljóð þarna, ljóð sem mér fannst vera ort um mig og minn mann ;o) Bara hjartanlega til hamingju með þessa fallegu og vel gerðu ljóðabók og ekki bara þú Solla heldur allir hinir sem fá að njóta hennar.

Anna Margrét Kristinsdóttir, mnudagur 08 nvember kl: 23:52

Innilega til hamingju Sollan mín. Bókin er yndislega falleg eins og þú sjálf dásamlega konan þín. Ég verð að viðurkenna að ég komst nú bara við og táraðist yfir sumum ljóða þinna.
Haltu áfram á þessari braut, hún er greinilega rétt.
Svoooo..... Go girl :)
Love you.

Guðrún Leifdótttir, rijudagur 09 nvember kl: 12:18

Elsku vinkona enn og aftur til hamingju . Ég ferðaðist um allan tilfinningaskalan við lestur ljóðanna þinna, brunaði í gegnum bjartsýni, óskir, von, raunsæi, húmor, vonleysi,og sorg. Sem sagt grátur, hlátur og stingur í hjarta. , Ynnndiiisleg bók og umhugsunarvert efni. Ekki klikkar Marinó þinn frekar en fyrri daginn, rúllar upp hönnuninni á kápunni með sýnu listræna auga. Hlakka til næstu bókar! Koma Svooo.... Stórt faðmlag og hlýja. Gúa

Nína Erna Jóhannesdóttir, rijudagur 09 nvember kl: 13:15

Glæsilegt hjá þér elsku vinkona. Hefðir átt að vera löngu búin að þessu
Bíð spennt eftir næstu bók

Sólrún, rijudagur 09 nvember kl: 13:18

Frábær bók Solla mín eins og þú.

Snjólaug Guðjónsd, rijudagur 09 nvember kl: 18:04

Yndisleg ,, falleg og hugljúf bók .... skrifuð af yndislegri konu :)

Kristján Júlíus Kristjánsson, rijudagur 09 nvember kl: 18:56

Já innilega til hamingju með þetta kæra vinkona það var svo sannarlega kominn tími til að þú létir þessi hugverk þín á prent og ég er strax farinn að hlakka til að sjá eitthvað fleira frá þér . Einnig vil ég óska Marinó til hamingju með fráganginn á bókinni og ekki spillir nú fyrir að ég þykist þekkja myndefnið þokkalega vel
"12

Rannveig Haraldsdótt, rijudagur 09 nvember kl: 19:20

Alveg frábært kæra vinkona. Til hamingju með fallegu ljóðabókina þína!

Ásta Sjöfn, rijudagur 09 nvember kl: 23:38

Takk kærlega fyrir mig Solla og þetta er virkilega falleg ljóð sem eru í bókinni þinni. Haltu áfram að vera þú! Kveðja Ásta Sjöfn

Guðbjöeg Elín Heiðarsdóttir, mivikudagur 10 nvember kl: 11:09

Solla mín, innilega til hamingju með ljóðabókina þína Þar sem hjartað slær. Haltu áfram á sömu braut, það er ekkert eins yndislegt en að lesa fallegt ljóð. Ljóðin þín eru frábær að lesa og í huganum við lestur þeirra fá ljóðin þín mann til að staldra víða við og hugsa.

Kveðja,
Guðbjörg Elín

Guðrún Guðmundsdóttir, fimmtudagur 11 nvember kl: 17:53

Innilega til hamingju með ljóðabókina.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31