Tenglar

19. október 2009 |

Stuðningur við vöruþróun á Vestfjörðum

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur auglýst eftir styrkumsóknum í verkefnið Vöruþróun á Vestfjörðum. Þar er um að ræða stuðningsverkefni sem ætlað er starfandi fyrirtækjum á Vestfjörðum sem vilja vinna að nýsköpun, vexti eða umbótum í starfsemi sinni. Markmið verkefnisins er að treysta afkomu starfandi fyrirtækja með því að efla nýsköpun og að veita aðstoð og fjárhagslegan stuðning allt að þremur milljónum króna til einstakra verkefna við að þróa þjónustu eða vöru og koma henni á markað.

 

Umsóknarfrestur er til 2. nóvember. Nálgast má allar frekari upplýsingar ásamt umsóknareyðublaði á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvarinnar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2022 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31