Tenglar

11. janúar 2011 |

Stórhuga framkvæmdir á döfinni hjá Bátasafninu

Unnið við bát á Reykhólum. Mynd fengin á vef Bátasafns Breiðafjarðar.
Unnið við bát á Reykhólum. Mynd fengin á vef Bátasafns Breiðafjarðar.
Vinna við undirbúning að opnun nýrrar sýningar í húsnæði Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum er komin í fullan gang. Áhugamannafélag um Bátasafn Breiðafjarðar og Reykhólahreppur ásamt fulltrúa frá Æðarvéum hafa komið á fót þriggja manna nefnd til að vinna að þessum málum. Hlutverk nefndarinnar er að setja saman hugmyndir að nýrri sameiginlegri sýningu í safnahúsinu, sem tekur yfir hlunnindanytjar og bátasmíðar á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt.

Stefnt er að því að opna millivegg sem hefur aðskilið sýningarnar hingað til og sett verði upp ein heildstæð sýning. Einnig er þessari nefnd ætlað að leggja fram tillögur að stefnumótun til framtíðar um aðkomu Reykhólahrepps í safnamálum. Í nefndinni sitja Eiríkur Kristjánsson fyrir Reykhólahrepp, Hjalti Hafþórsson fyrir Áhugamannafélag um bátasafn Breiðafjarðar og Eiríkur Snæbjörnsson á Stað fyrir Æðarvé.

 

Þetta kemur fram á vef Bátasafns Breiðafjarðar ásamt ýmsum fleiri fréttum. Ekki síst skal minnt á myndasíðurnar.

 

Jafnframt skal minnt á súpufundinn á Reykhólum í kvöld, þriðjudagskvöldið 11. janúar, þar sem Hjalti Hafþórsson fjallar um Bátasafn Breiðafjarðar.


Í tengladálkinum hér vinstra megin á síðunni hefur verið settur inn borði með beinni tengingu á vef Bátasafns Breiðafjarðar.
 

Athugasemdir

Björn Þ. Björgvinsson Hafnarfirði., laugardagur 19 febrar kl: 13:55

Báasafn Breiðafjarðar er mikilvægt til að minnast fortíðar okkar Íslendinga varðandi
sjósókn og fiskveiðar. Smíði báta hvort sem um er að ræða súðbyrðinga eða kantsettra
skipa(byggingar aðferð.) var tiltökulega stór iðnaður hér áður fyrr og sérstaklega voru súðbyrðingar.Í fyrstunni voru hagleiksmenn (bændur og búalið) sem smíðuð báta sína
sjálfir og réru til fiskjar þegar færi gafst. Fyrri hluta síðustu aldar fór fagmennska að
rýðja sér rúms og í framhaldinu varð til það iðnfag sem ber heitið báta og skipasmiðir.
Þess má geta að sá er þetta skrifar er skráður félagi í Bátasafni Breiðafjarðar og þekkir til að hluta um tilvist þessa félags og hafi upphafið verið hjá Aðalsteini í Látrum
og svo hafi Aðalsteinn Valdimarsson skipasmiðs tekið upp merki hans ásamt Hafliða
Aðalsteinssonar skipasmiðs. Hjalti Hafþórsson forstöðumaður er titlaður bátasmiður á vefsíðu ykkar. Þann miskilning þarf að leiðrétta nema að það komi til sveins eða meistarabréf sem hægt er að sýna. Ég biðst afsökunar fyrirfram ef ég fer rangt með.
Með bestu kveðjum og ósk um velfarnað. Björn Þ. Björgvinsson Skipasíðameistari.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2022 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31