Tenglar

7. júlí 2011 |

„Stórflott að koma hér - alveg dúndurgott“

Tíu af ferðafélögunum tólf á brautarendanum á Reykhólum í kvöld.
Tíu af ferðafélögunum tólf á brautarendanum á Reykhólum í kvöld.

„Stórflott að koma hér og geta tekið bensín og komist í sjoppu, alveg dúndurgott“, sagði Hálfdán Ingólfsson flugmaður sem ásamt félögum sínum kom aftur við á Reykhólum núna um kvöldmatarleytið á leið í Húsafell í Borgarfirði (sjá næstu frétt hér á undan). Hann lét líka mjög vel af flugbrautinni - alveg þrælgóð af malarbraut að vera, sagði hann. Fyrir tveimur árum var lagt nýtt slitlag á flugbrautina og var hún þó alls ekki slæm fyrir. Auk þess liggur hún nákvæmlega rétt við ríkjandi vindátt.

 

Alltaf er reytingur af flugvélum á ferðinni á Reykhólum á sumrin. Iðulega er það fólk í „sunnudagsbíltúr“ á flugvél og fyrir kemur að skotist er í mömmumat ...

 

17.07.2008  Kíkir á Reykhólavefinn í New York á morgun

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2022 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30