Tenglar

10. september 2014 | vefstjori@reykholar.is

Stefnt að uppfærslu síðar í haust

Sólveig Sigríður Magnúsdóttir.
Sólveig Sigríður Magnúsdóttir.

Leikfélagið Skrugga í Reykhólahreppi var endurvakið haustið 2009 og var aðalfundur þess haldinn á Reykhólum í gær, 9. september, upp á dag á fimm ára afmælinu. Sólveig Sigríður Magnúsdóttir (Solla Magg) hefur verið formaður frá upphafi og var hún endurkjörin í formennskuna enn á ný á fundinum í gær enda þótt hún hafi flust alfarin frá Reykhólum vorið 2012.

 

Aðrir í stjórninni sem kosin var í gær eru Ingvar Samúelsson gjaldkeri, Bjarni Þór Bjarnason ritari og meðstjórnendurnir Þórunn Játvarðardóttir og Björk Stefánsdóttir. Þær Guðlaug Jónsdóttir í Árbæ og Jóhanna Guðmundsdóttir á Reykhólum voru skipaðar í kaffinefnd þar sem þær hafa starfað frá upphafi.

 

Sólveig segir að mannskapurinn á fundinum hafi ákveðið að halda áfram með félagið að minnsta kosti í eitt ár enn og sjá hvernig það muni ganga. Hins vegar muni hún sjálf ekki gefa kost á sér til formennsku oftar.

 

„Þessi fundur var mjög skemmtilegur og hressandi. Ákveðið var að ég kæmi aftur í næsta mánuði og setti upp annað hvort eitt leikrit eða tvö stutt. Þetta verður bara gaman. Ég er ánægð með fólkið sem kosið var í stjórnina og ég þakka því fólki sem ég hef áður starfað með í stjórn þessa félags,“ segir hún.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« gst 2022 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31