Tenglar

23. maí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Staða skólastjóra við Reykhólaskóla auglýst

Reykhólaskóli / Árni Geirsson.
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.

Reykhólahreppur auglýsir stöðu skólastjóra Reykhólaskóla lausa til umsóknar. Skólinn er sameinaður leikskóli og grunnskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 60 nemendur. Skólastjóri stýrir og ber ábyrgð á rekstri skólans og daglegri starfsemi, hann veitir skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi og leiðir samstarf nemenda, starfsmanna, heimila og skólasamfélagsins í heild.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennsluréttindi og kennslureynsla á leikskóla- og/eða grunnskólastigi.
  • Reynsla af stjórnun, rekstri og þróunarstarfi.
  • Metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.

Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra framtíðarsýn í skólamálum, er skapandi og metnaðarfullur. Staðan er laus frá 1. ágúst 2014. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og KÍ. Við skólann er góð íbúð ætluð stjórnanda skólans (leiguíbúð).

 

Reykhólaskóli er sameinaður leik- og grunnskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 60 nemendur. Skólastjóri stýrir og ber ábyrgð á rekstri skólans og daglegri starfsemi. Hann veitir skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi og leiðir samstarf nemenda, starfsmanna, heimila og skólasamfélagsins í heild.

 

Umsóknarfrestur er til 10. júní 2014. Umsókn skal fylgja greinagott yfirlit um nám og störf, leyfisbréf til kennslu og meðmæli. Umsóknum skal skila á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, 380 Reykhólahreppur.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2023 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31