Tenglar

29. maí 2012 |

Sr. Elína Hrund fimmtug

Jóhannes, Karl, Elína Hrund og Agnes.
Jóhannes, Karl, Elína Hrund og Agnes.

Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur er fimmtug á morgun, miðvikudaginn 30. maí. Hún er væntanleg heim á Reykhóla að kvöldi afmælisdagsins en núna er hún á Ísafirði. Þar situr hún í dag fund Prestafélags Vestfjarða en notar jafnframt ferðina til að heilsa upp á vinafólk á norðursvæðinu. Líka er tækifærið notað að kveðja prófastinn, sr. Agnesi í Bolungarvík, sem senn tekur við embætti biskups Íslands. Á leiðinni til baka á morgun ætlar sr. Elína að koma við á Patreksfirði, þar sem móðir hennar fæddist.

 

Myndin var tekin í Flatey fyrir þremur árum þegar biskup Íslands vísiteraði. Frá vinstri: Jóhannes Geir Gíslason í Skáleyjum, formaður sóknarnefndar Flateyjarsóknar, herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur, og sr. Agnes M. Sigurðardóttir, prófastur Vestfjarðaprófastsdæmis. Flateyjarkirkja með vinnupalla í bakgrunni.

 

Umsjónarmaður vefjarins sagði á sínum tíma að á þessu ári verði ekki þverfótað fyrir fimmtugsafmælum í Reykhólahreppi og hefur áður getið hér um tvö þeirra. Honum yfirsást hins vegar fimmtugsafmæli Arnórs Hreiðars Ragnarssonar á Hofsstöðum, sem var fyrir réttri viku, þriðjudaginn 22. maí.

 

Athugasemdir

kolbrun lára myrdal, rijudagur 29 ma kl: 20:29

Hamingju óskir til þín Elína með stóra daginn þinn megi hann verð þér góður557

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2022 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31