Tenglar

5. október 2012 |

Solla Magg endurkjörin formaður Skruggu

Solla Magg.
Solla Magg.

Sólveig Sigríður Magnúsdóttir (Solla Magg) var endurkjörin formaður Leikfélagsins Skruggu í Reykhólahreppi á aðalfundi þess á mánudagskvöld. Auk hennar voru kjörnar í stjórn þær Anna Björg Þórarinsdóttir í Hólum og Hrefna Jónsdóttir á Reykhólum. Þar með hefur Solla ekki sleppt hendinni af félaginu en hún fluttist frá Reykhólum í vor og hefur núna a.m.k. vetursetu á Suðurnesjum.

 

Hugmyndin hjá Skruggu er að efna til kvöldskemmtunar þegar líður að jólum og færa síðan upp leikverk þegar frekar líður á veturinn. Ætlunin er að þá komi Solla vestur og annist leikstjórnina.

 

Leikfélagið Skrugga var endurvakið haustið 2009 eða fyrir réttum þremur árum. Þar var Solla Magg drifkrafturinn. Hún hefur gegnt formennsku frá upphafi, verið leikstjóri á öllum sýningum og samið leikþætti til flutnings hjá félaginu.

 

29. maí 2012 Solla Magg biður fyrir innilegustu kveðjur

   

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31