Tenglar

24. október 2013 | vefstjori@reykholar.is

Skrugga blæs til aðalfundar og leitar nýrra félaga

Andrea og Egill í leikritinu Afi kemur í heimsókn. Nánar í meginmáli.
Andrea og Egill í leikritinu Afi kemur í heimsókn. Nánar í meginmáli.

Aðalfundur Leikfélagsins Skruggu í Reykhólahreppi verður í matsal Reykhólaskóla annað kvöld, föstudagskvöld, og hefst kl. 19.30. Fram fer kosning formanns og stjórnar og rætt verður um verkefni félagsins í vetur. Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að koma á fundinn, sama hvort þeir eru félagsmenn eða ekki. „Nýir félagar eru hjartanlega velkomnir,“ segir Sólveig Sigríður Magnúsdóttir (Solla Magg), sem hefur gegnt formennsku í Skruggu frá endurreisn hennar.

 

Skrugga var endurvakin um haustið fyrir fjórum árum (09.09.09) en áður hafði leikfélag með sama nafni verið starfandi í héraðinu.

 

Á myndinni eru Andrea Björnsdóttir og Egill Sigurgeirsson í hlutverkum sínum í leikritinu Afi kemur í heimsókn sem Skrugga færði upp haustið 2011.

 

Endurvakin Skrugga í kvennagreipum (2009).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« gst 2022 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31