Tenglar

16. febrúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Skógar í Þorskafirði árið 1968

Skógar í Þorskafirði árið 1968. Ljósm. Sævar Ólafsson.
Skógar í Þorskafirði árið 1968. Ljósm. Sævar Ólafsson.
1 af 2

Djúpt virðist vera á ljósmyndum af Jochum Eggertssyni (Skugga) í Skógum í Þorskafirði (sjá frétt og fyrirspurnir hér á vefnum í gær). Borist hafa ábendingar um það hvar og hjá hverjum helst væri að leita. Það er í athugun og óvíst um árangur. Hins vegar bárust í dag merkilegar myndir sem Sævar Ólafsson á Patreksfirði tók í Skógum haustið 1968 eða um tveimur og hálfu ári eftir andlát Jochums. Þarna eru drýli eða heysæti með yfirbreiðslum. Væntanlega eru þetta erfiðisverk og eljuverk Sesselju Helgadóttur (Settu í Skógum). Þegar þarna var komið sögu var hún orðin hartnær 93 ára. En nú skal spurt:

 

Hvenær voru húsin rifin og jöfnuð við jörðu?

 

25.11.2011 Setta í Skógum fór suður en fékk ekki gleraugu

(ásamt myndum af Settu og kotinu hennar, sem teknar voru árið 1951)

 

Athugasemdir

Bylgja Hafþórsdóttir, mnudagur 17 febrar kl: 10:31

Má til með að tjá vefstjóra þessa vefs að þessi vefur, að mínu mati, er einn sá allra flottasti, skemmtilegasti, vandaðisti ,,bæjarfélagsvefur" sem ég hef séð. Þú átt heiður skilinn.

Vefstjóri / umsjónarmaður, mnudagur 17 febrar kl: 13:59

Ummælin fallegu hér fyrir ofan hlýja sálinni og vekja þakklætiskennd. Þess má alveg njóta þó að maður sé kannski ekki sammála forsendunum!

Hlynur Þór Magnússon, mnudagur 17 febrar kl: 14:12

Fréttin þar sem auglýst var eftir myndum af Jochum Eggertssyni og síðan myndirnar frá Skógum urðu tilefni mikilla umræðna á Facebook í gær, bæði fróðlegra og skemmtilegra. Þar lögðu ýmsir orð í belg; í fyrstu var fólk ekki sammála um það hvort bærinn hefði verið rifinn eða brenndur. Líka komu fram mismunandi tilgátur um það hvenær hann hvarf af sjónarsviðinu; árið 1974 var nefnt, einnig seinni hluti áttunda áratugarins.

Hvort tveggja komst síðan á hreint. Sveinn á Svarfhóli kvað upp úr og sagði: „Tímans tönn vann á húsunum þarna, bærinn hékk lengst uppi. Þegar hann var að hruni kominn var hann brenndur, orðinn hættulegur mönnum og skepnum,“ og síðan tóku fleiri eindregið undir það.

Loks var Magga á Gróustöðum búin að finna á netinu ritgerð (námsverkefni) úr Kennaraháskólanum, þar sem fram kemur að bærinn hafi verið brenndur árið 1982. Slóðin á ritgerðina er http://mennta.hi.is/vefir/saga/torf/2005/annainga/. Þar er einnig að finna margar myndir.

Vefstjóri / umsjónarmaður, mnudagur 17 febrar kl: 22:36

Sett hér inn eins og neðan við fréttina / fyrirspurnina varðandi myndir af Jochum Eggertssyni skömmu fyrr: Núna hafa fundist af honum stúdíómyndir ungum.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2022 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30