Tenglar

1. mars 2016 |

Skerðingin á póstþjónustunni frestast um mánuð

Eins og hér hefur verið fjallað um átti dreifingardögum pósts í Reykhólahreppi að fækka um helming núna um þessi mánaðamót, þannig að honum yrði aðeins dreift annan hvern virkan dag. Í samtali við Reykhólavefinn í gærkvöldi sagði Guðbjörn Guðmundsson landpóstur, að honum hefði verið tjáð að þetta myndi ekki taka gildi fyrr en um næstu mánaðamót þegar uppsagnarfrestur hans rennur út.

 

Reyndar er komið á þriðja ár síðan hætt var að dreifa pósti lengra en í Bjarkalund nema þrjá daga í viku. Hefur öll Gufudalssveitin auk Kinnarstaða og Hofsstaða búið við þá tilhögun síðan. Pósti verður áfram komið til Flateyjar með sama hætti og verið hefur, eða frá Stykkishólmi tvisvar í viku.

 

16.02.2016  Ráðherra ritað bréf vegna skerðingar á póstþjónustu

 

01.02.2016  Undanþága frá lögum veitt í reglugerð

 

27.01.2016  Aðför að dreifðum byggðum

 

21.01.2016  Guðbirni pósti sagt upp

 

08.01.2016  Pósturinn: Dreifingardögum fækkað um helming

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31