Tenglar

2. nóvember 2012 |

Siðareglur félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps

Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps samþykkti í haust ítarlegar siðareglur fyrir félagsþjónustu sveitarfélaganna fjögurra sem að henni standa í sameiningu - Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Sveitarstjórnirnar hafa síðan staðfest þær.

 

Siðareglurnar eru í tólf liðum og skulu hér tilfærðir fjórir þeirra sem sýnishorn:

  • Starfsmenn félagsþjónustunnar skulu ávallt upplýsa skjólstæðinga sína um réttindi þeirra og skyldur og útskýra reglur og lög sem unnið er eftir.
  • Starfsmenn félagsþjónustunnar þiggja ekki gjafir né fjármuni frá skjólstæðingum sínum.
  • Fullum trúnaði er heitið þeim sem unnið er með hverju sinni og helst sá trúnaður þótt starfsmaður láti af störfum. Undantekning frá trúnaði á eingöngu við ef lög krefjast þess og ef starfsmaður verður var við ólöglegt athæfi skjólstæðingsins.
  • Starfsmenn félagsþjónustunnar bera ábyrgð á að einstaklingurinn sem til þeirra leitar fái ráðgjöf annars staðar, sé vandi hans þess eðlis að ekki sé unnt að leysa hann hjá félagsþjónustunni.

 

Siðareglurnar félagsþjónustunnar er að finna í heild undir nýjum lið í valmyndinni hér vinstra megin sem nefnist Mannréttindi.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31