Tenglar

17. maí 2015 |

Sauðburðarfrí og sumartími

Héraðsbókasafnið á Reykhólum er komið í sauðburðarfrí út þennan mánuð - „en ekkert mál að hafa samband ef eitthvað er,“ segir Harpa Eiríksdóttir bókavörður. Í sumar verður opið fyrsta miðvikudaginn í mánuði, en auk þess má alltaf hafa samband við bókavörð og panta bækur til útláns.

 

Hægt er að skila bókum á Upplýsingamiðstöðina í sumar eins og undanfarin sumur. Fólk sem fengið hefur ábendingu um að skila bókum er minnt á að skila þeim eða endurnýja lánið til að fá ekki sekt.

 

Í sumar verður bókasafnið opið kl. 20-22 þessa daga:

  • Miðvikudaginn 3. júní
  • Miðvikudaginn 1. júlí
  • Miðvikudaginn 5. ágúst

Afgreiðslutími safnsins á komandi vetri verður auglýstur síðar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31