Tenglar

18. júlí 2012 |

Sameiginlegt skreytingakvöld vegna Reykhóladaga

Skreytingakvöld vegna Reykhóladaganna verður í matsal Reykhólaskóla kl. 20 á þriðjudagskvöld, 24. júlí. Þar koma allir sem vilja og búa til skreytingar. Óskað er eftir fólki sem kann að búa til eitthvað skemmtilegt úr borðum, svo sem rósir og fleira, til að kenna hinum. Hægt að kaupa efni til skreytinga á staðnum.

 

Hittumst saman og höfum gaman, segir Harpa Eiríksdóttir, umsjónarmaður Reykhóladaganna.

 

Skreytingalitir hátíðarinnar eru þeir sömu og í fyrra. Sveitabyggð í Reykhólahreppi er með rauðan lit, á Reykhólum fær Reykjabraut öll og Hellisbraut frá Læknishúsi upp að Grettiströð appelsínugulan lit en Hellisbraut frá Grettiströð upp að Hólakaupum fjólubláan.

 

Efni til skreytinga, svo sem borðar og blöðrur og litúði, fæst á Upplýsingamiðstöðinni og núna eru líka að koma fánaveifur í skreytingalitunum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31