Tenglar

21. júlí 2012 |

Sæbjörg á Skerðingsstöðum

Guðný Sæbjörg Jónsdóttir.
Guðný Sæbjörg Jónsdóttir.

Guðný Sæbjörg Jónsdóttir - Sæbjörg eins og hún var og verður alltaf kölluð - var jarðsungin á Reykhólum í dag. Hún andaðist 12. júlí eftir snögg veikindi. Sæbjörg átti heima á Skerðingsstöðum í Reykhólasveit hátt á sjötta áratug og allt fram á síðasta dag. Afkomendur hennar eru komnir á þriðja tuginn.

 

Sæbjörg fæddist á Sölvabakka í Engihlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu 14. nóv. 1926 og var því komin hátt á 86. aldursár þegar hún lést. Foreldrar hennar voru hjónin Magðalena Karlotta Jónsdóttir (1892-1972) og Jón Guðmundsson (1892-1992). Sæbjörg var þriðja barnið í röð sjö systkina.

 

Um tvítugt stundaði Sæbjörg nám við Kvennaskólann á Blönduósi. Bæði fyrir og eftir þann tíma vann hún ýmis störf víða um land og meðal annars var hún kokkur á síldarbát.

 

Vorið 1955 réðst hún ráðskona að Skerðingsstöðum í Reykhólasveit og kynntist þá eftirlifandi eiginmanni sínum, Finni Kristjánssyni, sem var á þeim tíma að taka við búi foreldranna. Þau gengu í hjónaband 16. ágúst 1956. Allan sinn búskap bjuggu þau Finnur og Sæbjörg á Skerðingsstöðum, fyrir utan eitt árið þegar búfé var skorið niður í sveitinni og voru þau þá suður í Mosfellssveit.

 

Sæbjörg vann um dagana ýmis störf jafnframt húsmóðurstarfinu á Skerðingsstöðum. Árið 1979 tók hún við stöðu útibússtjóra Kaupfélags Króksfjarðar á Reykhólum og gegndi því starfi í rúman áratug. Þá var hún ráðin að Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum og vann þar til 1996 þegar hún hætti störfum vegna aldurs orðin sjötug.

 

Skerðingsstaðahjónin í Reykhólasveit, þau Sæbjörg og Finnur, eignuðust fjögur börn saman. Fyrir átti Sæbjörg einn son með Sigurði Árnasyni. Börn hennar eru þessi:

  1. Jón Árni Sigurðsson, f. 1954
  2. Kristján Finnsson, f. 1956
  3. Finnur Ingi Finnsson, f. 1958, d. 2005
  4. Karlotta Jóna Finnsdóttir, f. 1959
  5. Agnes Finnsdóttir, f. 1965

Umsjónarmaður vefjarins leyfir sér að þakka hér við þetta tækifæri sérlega hlý kynni við Dædu (Sæbjörgu á Skerðingsstöðum), fyrst við einstaklega ljúfa og kurteisa konu fyrir nokkrum áratugum þegar oft var komið í Kaupfélagið á Reykhólum, og ekki síður vegna endurnýjaðra kynna núna síðustu misserin við eiginkonu elskulegs frænda, hans Finns á Skerðingsstöðum.

 

Finnur Kristjánsson á Skerðingsstöðum hefur heilsu sinnar vegna dvalist á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum undanfarin ár. Ekki hefur liðið svo dagur, nema þá einhver sérstök atvik hafi bannað, að elsku góða Dæda hafi ekki komið akandi á litla bílnum sínum, núna orðin hálfníræð, til að heimsækja hann.

 

Athugasemdir

Nina Björk Elíasson, sunnudagur 22 jl kl: 12:45

Mér pykir leitt ad heyra um dauda Saebjargar. Á margar gódar minningar frá Skerdinsstödum. Votta öllum adstöndunum hennar samúd mína!

Hrefna Hugosóttir, rijudagur 24 jl kl: 14:57

Ég man svo vel eftir Sæbjörgu þegar ég var lítil. Mér fannst hún alltaf svo glæsileg og ég man hvað mér fannst gaman að horfa á eyrnalokkana hennar. Ég var svo heppin að fá svo líka að kynnnast henni þegar ég var orðin fullorðin og urðum við þá góðar vinkonur. Ákveðin og flott kona. Elsku Finnur og fjölskylda ég votta ykkur samúð mína

Sveinn Erling Sigurðsson, mivikudagur 25 jl kl: 17:11

Ég var í sveit hjá Sæbjörgu og Finni (ég held að Halli bróðir Finns hafi líka verið bóndi þar) sama árið og Sæbjörg kom að Skerðingsstöðum. Þá var þar aðeins eitt íbúðarhús. Ég minnist Sæbjargar sem mjög barngóðrar konu og svo bjó hún til alveg sérlega góðan mat! Fáein skipti kom ég svo í heimsókn til Sæbjargar í yngra húsið til að spjalla um gamla daga og eins hitti ég hana öðru hvoru í kaupfélagsútibúinu. Nú seinni árin hitti ég hana því miður ekki. Mér þótti vænt um að geta kvatt hana víð útförina, þótt ég kæmist ekki inní kirjunna en hlustaði á athöfnina í útvarpi ásamt fleirum, sem ekki var pláss fyrir í þéttsetnu Guðshúsinu. Ég votta Finni og fjölskyldu mína samúð.

Karlotta Jóna Finnsdóttir, mnudagur 03 september kl: 16:29

Langar fyrir hönd fjölskyldunnar að þakka allar þær kveðjur, hlý orð og faðmlög sem við fengum á þessari erfiðu stund. Einning langar okkur að þakka sérstaklega kvenfélaginu fyrir flottar og góðar veitingar svo og kór Reykhólakirkju fyrir frábæran söng.

ásdís ásdgersdóttir, mivikudagur 31 oktber kl: 09:15

með okur með

ásdís asdgersdottir, mivikudagur 31 oktber kl: 09:17

látuð afa liðaberut með ammu

Asdisasgesdottir, fimmtudagur 01 nvember kl: 13:08

Sel amma og afi
Og laiðar merð að með

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31