Tenglar

30. nóvember 2012 |

Rúllupylsukeppni á jólamarkaðinum í Nesi

„Við vorum mjög ánægð með viðtökurnar,“ segir Erla Björk Jónsdóttir hjá Handverksfélaginu Össu um fyrri laugardag jólamarkaðarins í Króksfjarðarnesi um síðustu helgi. „Vöffluilmurinn og jólaskapið voru alls ráðandi í gamla Kaupfélaginu.“ Seinni laugardagur markaðarins verður á morgun, 1. desember, kl. 13-17. „Við fengum óskir um að hafa markaðinn tvær helgar í stað einnar eins og verið hefur,“ segir Erla Björk. Sjö félög og samtök standa að markaðinum, sjá hér fyrir neðan, auk þess sem eitt atriði bætist við.

 

Það sem við bætist frá síðasta laugardegi er rúllupylsukeppni á vegum Slow Food á Vesturlandi. Um hana má fræðast nánar á sérstakri síðu á Facebook og hjá Höllu Steinólfsdóttur í Fagradal. Á Facebook-síðunni segir:

 

Til að viðhalda þessum gamla góða sið að búa til rúllupylsur blásum við nú til keppni á Stór-Vesturlands og Vestfjarðasvæðinu. Þetta er alls ekki flókið, þú mætir með rúllupylsuna þína heimatilbúna, stóra hnífinn, skurðarbrettið og hvað eina sem þér finnst viðeigandi, allir mega smakka, á sína eigin ábyrgð að sjálfsögðu, en gætið þess að dómararnir fái a.m.k. smakk! Gott er að skrá sig hjá Höllu í síma 893 3211. Allir velkomnir!

 

Á markaðinum fást handunnir munir, kerti, greni og margt fleira til jólanna. Auk þess má fá þar kaffi og vöfflur og jólaskap (það síðastnefnda kostar ekkert).

 

Félögin sem að markaðinum í Nesi standa eru þessi: 

  • Handverksfélagið Assa
  • Krabbameinsfélag Breiðfirðinga
  • Vinafélag Barmahlíðar
  • Vinafélag Grettislaugar
  • Björgunarsveitin Heimamenn
  • Nemendafélag Reykhólaskóla
  • Kvenfélagið Katla

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« gst 2022 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31