Tenglar

26. júlí 2012 |

Reykhóladagarnir að hefjast

Reykhóladagar hefjast í dag, fimmtudag, með þremur kvikmyndasýningum fyrir börn og eldri á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum kl. 16, 18 og 21. Dagskráin byrjar síðan kl. 10 í fyrramálið með hestaheimsókn og almenningshlaupi og boðið verður í súpu á ýmsum stöðum í hádeginu (listi yfir þá staði kemur hér inn í kvöld). Af öðrum viðburðum föstudagsins má nefna kassabílakeppni, hæfileikakeppni, grillvagn og spurningakeppni.

 

Síðan verður haldið áfram af enn meiri krafti á laugardag. Héraðshátíðinni lýkur á sunnudag með léttmessu og sundlaugarfjöri.

 

Dagskrá Reykhóladaganna má finna hér. Harpa Eiríksdóttir veitir allar nánari upplýsingar í síma 894 1011.

 

Fylgist líka með Facebook-síðunni um Reykhóladagana sem Harpa heldur úti. Þar koma smátt og smátt nánari upplýsingar um ýmsa viðburði.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31