Tenglar

5. ágúst 2012 |

Ólafsdalshátíðin verður á sunnudag eftir viku

Hátíðin árvissa í Ólafsdal við Gilsfjörð verður haldin fimmta árið í röð á sunnudaginn eftir viku (12. ágúst). Undanfari hátíðarinnar er gönguferð upp í skálina í Ólafsdal um morguninn en dagskráin hefst kl. 13. Flutt verða ávörp og erindi og gamanmál, hljómsveitin Moses Hightower leikur og síðan kemur Leikhópurinn Lotta og sýnir Stígvélaða köttinn. Sýningar verða í skólahúsinu allan daginn og á markaði hátíðarinnar má kaupa Ólafsdalsgrænmeti, handverk, osta, Erpsstaðaís, krækling og ber og margt fleira.

 

Kaffiveitingar verða í boði og jafnframt verður kaffihlaðborð í Skriðulandi frá kl. 13 til 20.

 

Frítt er inn á hátíðina og sýningarnar sem þar verða. Kostnaði er mætt með því að selja Ólafsdalsgrænmeti og efna til happdrættis með mörgum góðum vinningum. Þannig er fyrsti vinningur flug fyrir tvo með Icelandair til áfangastaðar í Evrópu.

 

Á það skal minnt, að netsamband er stopult í Ólafsdal og því er gestum ráðlagt að hafa með sér lausafé til að versla og taka þátt í happdrættinu.

 

Ólafsdalshátíðin er styrkt af Menningarráði Vesturlands.

 

Dagskrá Ólafsdalshátíðar 2012

 

13.03.2011 Rögnvaldur Guðmundsson: Ólafsdalsfélagið

20.08.2008 Reykhólahreppur meðal stofnenda Ólafsdalsfélagsins

21.07.2008 Ólafsdalshátíð markar upphafið á endurreisn staðarins

 

► Fjöldi mynda frá fyrstu Ólafsdalshátíðinni sumarið 2008

 

Vefur Ólafsdalsfélagsins

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31