Tenglar

13. desember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Nýr framkvæmdastjóri kominn til starfa

Finnur Árnason rekstrarhagfræðingur.
Finnur Árnason rekstrarhagfræðingur.

Finnur Árnason rekstrarhagfræðingur er kominn til starfa sem nýr framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Einar Sveinn Ólafsson forveri hans lét af starfinu 1. nóvember og tók sama dag við stöðu framkvæmdastjóra Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal. Frá þeim tíma hefur Garðar Jónsson framleiðslustjóri verið starfandi framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar.

 

Áður en Finnur lauk fil.kand.-prófi í rekstrarhagfræði frá Gautaborgarháskóla lauk hann búfræðiprófi frá Hvanneyri og B.Sc.-námi í efnafræði frá Háskóla Íslands. Ítarlegt viðtal við hann birtist hér á Reykhólavefnum eftir helgina.

 

Eiginkona Finns er María H. Maack líffræðingur, umhverfisstjóri hjá Íslenskri NýOrku. Börnin eru þrjú, tvær dætur og einn sonur, á aldrinum milli tvítugs og þrítugs.

 

15.09.2011 Nýi framkvæmdastjórinn kemur frá Olíudreifingu

01.11.2013 Vil skilja við eins og ég vil koma að

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31