Tenglar

15. febrúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Norðvesturverkefnið heldur áfram

Verkefnið um hækkun menntunarstigs í Norðvesturkjördæmi er að fara af stað á ný. Það hófst á síðasta ári en óvissa var um framhaldið. Þeirri óvissu hefur nú verið eytt og fjármögnun tryggð. Helstu markmiðin eru að efla ráðgjöf til fyrirtækja um nám á vinnustað, auka samstarf atvinnulífs og fræðsluaðila í kjördæminu um starfstengt nám, fjölga þeim sem ljúka iðnnámi og efla íslenskukunnáttu innflytjenda. Gagnvart menntamálaráðuneyti ber Háskólinn á Bifröst ábyrgð á verkefninu en framkvæmd þess verður í náinni samvinnu við símenntunarmiðstöðvar og framhaldsskóla í kjördæminu.

 

Þetta kemur fram í grein eftir Smára Haraldsson, forstöðumann Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, sem hann birti á vef miðstöðvarinnar í gær.

 

Þar segir einnig:

 

Menntunarstig í kjördæminu er umtalsvert lægra en á landsvísu skv. vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Hlutfall íbúa í kjördæminu á aldrinum 16-74 ára sem aðeins hafa lokið grunnmenntun er 48% en er 37% á landsvísu. 32% hafa lokið starfs- og framhaldsnámi úr framhaldsskólum, sem er þremur prósentustigum lægra en á landsvísu. 20% íbúa í kjördæminu hafa lokið háskólanámi en til samanburðar er hlutfallið 27% á landsvísu.

 

Grein Smára Haraldssonar í heild

 

Skrifa├░u athugasemd:


Atbur├░adagatal

« Jan˙ar 2022 »
S M ├× M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31